Mannréttinda- og lýðræðissamfélag fyrir alla Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 7. desember 2018 07:00 Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tekur mannréttindavernd alvarlega og styður við tækifæri allra borgarbúa til lýðræðisþátttöku í samfélaginu. Þetta endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Mannréttindi eru ekki bara fyrir einstaklinga sem lifa lífi sem er öðrum þóknanlegt. Skaðaminnkun snýst um að minnka skaða óháð því að minnka neyslu því að við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Það þarf að hjálpa fólki í vanda, ekki refsa því. Á næsta ári munu framlög borgarinnar til skaðaminnkunarúrræða aukast um hálfan milljarð. Við ætlum meðal annars að fimmfalda fjölda íbúða byggt á hugmyndafræði um húsaskjól án skilyrða eða ‘Housing First’, koma á laggirnar gistiskýli fyrir unga karlmenn og opna heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda. Í fjárhagsætlun verður tryggt fjármagn í nýtt lýðræðisverkefni sem verður ýtt úr vör á nýju ári og að auki verður sett fjármagn í aukna vinnu við lýðræðismál. Allir eiga að geta átt hér gott líf og tekið virkan þátt í samfélaginu. Að auki verður lögð mikil áhersla á aukna rafræna þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Við höfum nýtt tíma okkar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur til að dreifa valdi, auka gagnsæi og styrkja tækifæri til aðhalds og þátttöku, bæði fyrir borgarbúa og fyrir fulltrúa minnihlutans. Við höfum nýlega samþykkt að dagskrár funda skuli vera birtar opinberlega og enn fremur að öll gögn skuli einnig birt með dagskránni. Þar að auki höfum við ákveðið að valdefla minnihlutann og auka aðkomu hans að ákvarðanatöku og dagskrárgerð með því að fulltrúar minnihlutans taki sæti í forsætisnefnd sem varaforsetar. Ég hef hleypt málum minnihlutans ofar á dagskrá en hefð er fyrir. Þannig er þeirra málum komið betur á framfæri við borgarbúa. Á sama tíma, á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja niður mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Kaldar eru hamingjuóskirnar.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tekur mannréttindavernd alvarlega og styður við tækifæri allra borgarbúa til lýðræðisþátttöku í samfélaginu. Þetta endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Mannréttindi eru ekki bara fyrir einstaklinga sem lifa lífi sem er öðrum þóknanlegt. Skaðaminnkun snýst um að minnka skaða óháð því að minnka neyslu því að við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Það þarf að hjálpa fólki í vanda, ekki refsa því. Á næsta ári munu framlög borgarinnar til skaðaminnkunarúrræða aukast um hálfan milljarð. Við ætlum meðal annars að fimmfalda fjölda íbúða byggt á hugmyndafræði um húsaskjól án skilyrða eða ‘Housing First’, koma á laggirnar gistiskýli fyrir unga karlmenn og opna heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda. Í fjárhagsætlun verður tryggt fjármagn í nýtt lýðræðisverkefni sem verður ýtt úr vör á nýju ári og að auki verður sett fjármagn í aukna vinnu við lýðræðismál. Allir eiga að geta átt hér gott líf og tekið virkan þátt í samfélaginu. Að auki verður lögð mikil áhersla á aukna rafræna þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Við höfum nýtt tíma okkar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur til að dreifa valdi, auka gagnsæi og styrkja tækifæri til aðhalds og þátttöku, bæði fyrir borgarbúa og fyrir fulltrúa minnihlutans. Við höfum nýlega samþykkt að dagskrár funda skuli vera birtar opinberlega og enn fremur að öll gögn skuli einnig birt með dagskránni. Þar að auki höfum við ákveðið að valdefla minnihlutann og auka aðkomu hans að ákvarðanatöku og dagskrárgerð með því að fulltrúar minnihlutans taki sæti í forsætisnefnd sem varaforsetar. Ég hef hleypt málum minnihlutans ofar á dagskrá en hefð er fyrir. Þannig er þeirra málum komið betur á framfæri við borgarbúa. Á sama tíma, á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja niður mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Kaldar eru hamingjuóskirnar.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun