Stefni enn þá á að vera komin út í atvinnumennsku á nýju ári Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. desember 2018 16:00 Dagný í leik með Íslandi á Evrópumótinu 2017 en hún hefur leikið 76 leiki fyrir Íslands hönd. vísir/getty Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er þessa dagana að æfa undir handleiðslu Baldurs Þórs Ragnarssonar, styrktarþjálfara körfuboltalandsliðsins, og stefnir á að geta samið við lið í atvinnumennsku á næsta ári. Hún hefur verið frá keppni undanfarið ár eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í júní og missti af lokaleikjum Íslands í undankeppni HM í haust en tók sér sæti á varamannabekknum hjá Selfossi í tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna á nýafstöðnu tímabili. Síðasti leikur hennar með félagsliði kom fyrir rúmu ári þegar hún lék í úrslitaleik NWSL-deildarinnar með liði sínu Portland Thorns og varð meistari í einni af sterkustu deildum heims. Hún hefur einnig orðið meistari með Bayern München í Þýskalandi og Florida State í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var valin best í deildinni tvö ár í röð. Hún stefnir aftur út í atvinnumennsku og æfir ansi stíft þessa dagana undir handleiðslu Baldurs svo að ekkert bakslag verði.Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu.Vísir/Getty„Það er enn stefnan að komast aftur út í atvinnumennsku eftir áramót, ég er ekki enn búin að ná fullri heilsu en ég er orðin mun betri og er að mér finnst á réttri leið. Ég reyni að taka þetta í litlum skrefum í samráði við Baldur til þess að ekkert bakslag komi upp og ég er orðin bjartsýnni en áður,“ sagði Dagný sem er dugleg að fara út að hlaupa, sama þótt að það sé kominn hávetur. „Það sýnir í raun hvað ég er spennt að komast aftur út á völlinn. Ef ég ætla út í atvinnumennsku þá þarf ég að leggja þetta á mig. Þetta er ekki alltaf auðvelt en ég stefni aftur út.“ Hún tók sendingaæfingu og fulla upphitun um daginn en snjórinn er farinn að setja strik í reikninginn. „Þegar ég er byrjuð að æfa aftur finn ég bragðið hvað þetta er gaman þó að það hafi þurft að fresta æfingu kvöldsins vegna snjókomu.“ Dagný segist vera bjartsýn á að komast út í atvinnumennsku fljótlega eftir áramót. „Á meðan endurhæfingin gengur svona vel þá er ég bjartsýn,“ sagði Dagný sem staðfesti að það stæðu yfir viðræður við lið erlendis en hún gat ekki sagt hvaða lið það var. „Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við lið erlendis núna, ég get því miður ekki tjáð mig meira um það eins og staðan er í dag.“ Íslenski boltinn NWSL Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er þessa dagana að æfa undir handleiðslu Baldurs Þórs Ragnarssonar, styrktarþjálfara körfuboltalandsliðsins, og stefnir á að geta samið við lið í atvinnumennsku á næsta ári. Hún hefur verið frá keppni undanfarið ár eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í júní og missti af lokaleikjum Íslands í undankeppni HM í haust en tók sér sæti á varamannabekknum hjá Selfossi í tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna á nýafstöðnu tímabili. Síðasti leikur hennar með félagsliði kom fyrir rúmu ári þegar hún lék í úrslitaleik NWSL-deildarinnar með liði sínu Portland Thorns og varð meistari í einni af sterkustu deildum heims. Hún hefur einnig orðið meistari með Bayern München í Þýskalandi og Florida State í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var valin best í deildinni tvö ár í röð. Hún stefnir aftur út í atvinnumennsku og æfir ansi stíft þessa dagana undir handleiðslu Baldurs svo að ekkert bakslag verði.Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu.Vísir/Getty„Það er enn stefnan að komast aftur út í atvinnumennsku eftir áramót, ég er ekki enn búin að ná fullri heilsu en ég er orðin mun betri og er að mér finnst á réttri leið. Ég reyni að taka þetta í litlum skrefum í samráði við Baldur til þess að ekkert bakslag komi upp og ég er orðin bjartsýnni en áður,“ sagði Dagný sem er dugleg að fara út að hlaupa, sama þótt að það sé kominn hávetur. „Það sýnir í raun hvað ég er spennt að komast aftur út á völlinn. Ef ég ætla út í atvinnumennsku þá þarf ég að leggja þetta á mig. Þetta er ekki alltaf auðvelt en ég stefni aftur út.“ Hún tók sendingaæfingu og fulla upphitun um daginn en snjórinn er farinn að setja strik í reikninginn. „Þegar ég er byrjuð að æfa aftur finn ég bragðið hvað þetta er gaman þó að það hafi þurft að fresta æfingu kvöldsins vegna snjókomu.“ Dagný segist vera bjartsýn á að komast út í atvinnumennsku fljótlega eftir áramót. „Á meðan endurhæfingin gengur svona vel þá er ég bjartsýn,“ sagði Dagný sem staðfesti að það stæðu yfir viðræður við lið erlendis en hún gat ekki sagt hvaða lið það var. „Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við lið erlendis núna, ég get því miður ekki tjáð mig meira um það eins og staðan er í dag.“
Íslenski boltinn NWSL Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira