Stefni enn þá á að vera komin út í atvinnumennsku á nýju ári Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. desember 2018 16:00 Dagný í leik með Íslandi á Evrópumótinu 2017 en hún hefur leikið 76 leiki fyrir Íslands hönd. vísir/getty Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er þessa dagana að æfa undir handleiðslu Baldurs Þórs Ragnarssonar, styrktarþjálfara körfuboltalandsliðsins, og stefnir á að geta samið við lið í atvinnumennsku á næsta ári. Hún hefur verið frá keppni undanfarið ár eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í júní og missti af lokaleikjum Íslands í undankeppni HM í haust en tók sér sæti á varamannabekknum hjá Selfossi í tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna á nýafstöðnu tímabili. Síðasti leikur hennar með félagsliði kom fyrir rúmu ári þegar hún lék í úrslitaleik NWSL-deildarinnar með liði sínu Portland Thorns og varð meistari í einni af sterkustu deildum heims. Hún hefur einnig orðið meistari með Bayern München í Þýskalandi og Florida State í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var valin best í deildinni tvö ár í röð. Hún stefnir aftur út í atvinnumennsku og æfir ansi stíft þessa dagana undir handleiðslu Baldurs svo að ekkert bakslag verði.Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu.Vísir/Getty„Það er enn stefnan að komast aftur út í atvinnumennsku eftir áramót, ég er ekki enn búin að ná fullri heilsu en ég er orðin mun betri og er að mér finnst á réttri leið. Ég reyni að taka þetta í litlum skrefum í samráði við Baldur til þess að ekkert bakslag komi upp og ég er orðin bjartsýnni en áður,“ sagði Dagný sem er dugleg að fara út að hlaupa, sama þótt að það sé kominn hávetur. „Það sýnir í raun hvað ég er spennt að komast aftur út á völlinn. Ef ég ætla út í atvinnumennsku þá þarf ég að leggja þetta á mig. Þetta er ekki alltaf auðvelt en ég stefni aftur út.“ Hún tók sendingaæfingu og fulla upphitun um daginn en snjórinn er farinn að setja strik í reikninginn. „Þegar ég er byrjuð að æfa aftur finn ég bragðið hvað þetta er gaman þó að það hafi þurft að fresta æfingu kvöldsins vegna snjókomu.“ Dagný segist vera bjartsýn á að komast út í atvinnumennsku fljótlega eftir áramót. „Á meðan endurhæfingin gengur svona vel þá er ég bjartsýn,“ sagði Dagný sem staðfesti að það stæðu yfir viðræður við lið erlendis en hún gat ekki sagt hvaða lið það var. „Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við lið erlendis núna, ég get því miður ekki tjáð mig meira um það eins og staðan er í dag.“ Íslenski boltinn NWSL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er þessa dagana að æfa undir handleiðslu Baldurs Þórs Ragnarssonar, styrktarþjálfara körfuboltalandsliðsins, og stefnir á að geta samið við lið í atvinnumennsku á næsta ári. Hún hefur verið frá keppni undanfarið ár eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt í júní og missti af lokaleikjum Íslands í undankeppni HM í haust en tók sér sæti á varamannabekknum hjá Selfossi í tveimur leikjum í Pepsi-deild kvenna á nýafstöðnu tímabili. Síðasti leikur hennar með félagsliði kom fyrir rúmu ári þegar hún lék í úrslitaleik NWSL-deildarinnar með liði sínu Portland Thorns og varð meistari í einni af sterkustu deildum heims. Hún hefur einnig orðið meistari með Bayern München í Þýskalandi og Florida State í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var valin best í deildinni tvö ár í röð. Hún stefnir aftur út í atvinnumennsku og æfir ansi stíft þessa dagana undir handleiðslu Baldurs svo að ekkert bakslag verði.Dagný Brynjarsdóttir missti af leikjum íslenska landsliðsins á árinu.Vísir/Getty„Það er enn stefnan að komast aftur út í atvinnumennsku eftir áramót, ég er ekki enn búin að ná fullri heilsu en ég er orðin mun betri og er að mér finnst á réttri leið. Ég reyni að taka þetta í litlum skrefum í samráði við Baldur til þess að ekkert bakslag komi upp og ég er orðin bjartsýnni en áður,“ sagði Dagný sem er dugleg að fara út að hlaupa, sama þótt að það sé kominn hávetur. „Það sýnir í raun hvað ég er spennt að komast aftur út á völlinn. Ef ég ætla út í atvinnumennsku þá þarf ég að leggja þetta á mig. Þetta er ekki alltaf auðvelt en ég stefni aftur út.“ Hún tók sendingaæfingu og fulla upphitun um daginn en snjórinn er farinn að setja strik í reikninginn. „Þegar ég er byrjuð að æfa aftur finn ég bragðið hvað þetta er gaman þó að það hafi þurft að fresta æfingu kvöldsins vegna snjókomu.“ Dagný segist vera bjartsýn á að komast út í atvinnumennsku fljótlega eftir áramót. „Á meðan endurhæfingin gengur svona vel þá er ég bjartsýn,“ sagði Dagný sem staðfesti að það stæðu yfir viðræður við lið erlendis en hún gat ekki sagt hvaða lið það var. „Umboðsmaðurinn minn er í viðræðum við lið erlendis núna, ég get því miður ekki tjáð mig meira um það eins og staðan er í dag.“
Íslenski boltinn NWSL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó