Vikan í bílnum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. desember 2018 07:00 Ég sat föst í umferðinni í morgun og fór þá að hugsa um hvað ég ver stórum hluta dags í bílnum. Og reyndar stórum hluta lífs míns í bílnum. Samt hef ég ekkert gaman af bílum og er frekar afleitur bílstjóri. Ég rata ekki sérstaklega vel utan hverfis, þarf nokkur stæði til að leggja örugglega og um tíma hélt ég að ég ætti Hondu, en hið rétta er að ég keyri Nissan. Alla daga keyri ég í vinnu, heim úr vinnu, skutla og sæki börn í alls konar erindi. Samhliða akstrinum vinn ég svo sem lögfræðingur. Leigubílstjóri með lögfræði sem aukagrein. Auðvitað geta stundirnar í bílnum verið góðar, svo sem þegar yngsta dóttirin segir frá því hvað hún lærði í skólanum og hvaða klúbb hún valdi á Frístundaheimilinu. Síðan í október hef ég hlustað á „Do They Know It's Christmas?“ sem mér finnst fínasta lag, þó það séu reyndar aldrei jólin í bílnum. Þegar ég er ein skipti ég um útvarpsstöð áður en ég fer út úr bílnum. Það er nefnilega á milli mín og bílsins á hvað ég hlusta. Þegar ég skutla lærðum og meðvituðum farþegum gæti ég þess að stillt sé á Rás 1 og finnst ég fín. Í mörgum borgum auðveldar það líf fólks að eiga ekki bíl og ég trúi þeim ekki sem segja að Reykvíkingar hafi valið bílinn. Við völdum ekki bílinn. Við þurfum bíl. Samgöngurnar auðvelda okkur ekki lífið. En aðrar breytur geta líka haft áhrif á lengd bílavikunnar. Sveigjanlegur vinnutími og vinna að heiman dregur úr umferðarálagi og bílavikan styttist. Ég vil fjölskylduvænar samgöngur og bílaviku svo ég get varið tímanum með fjölskyldunni, en ekki með bílnum sem ég man ekki hvað heitir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat föst í umferðinni í morgun og fór þá að hugsa um hvað ég ver stórum hluta dags í bílnum. Og reyndar stórum hluta lífs míns í bílnum. Samt hef ég ekkert gaman af bílum og er frekar afleitur bílstjóri. Ég rata ekki sérstaklega vel utan hverfis, þarf nokkur stæði til að leggja örugglega og um tíma hélt ég að ég ætti Hondu, en hið rétta er að ég keyri Nissan. Alla daga keyri ég í vinnu, heim úr vinnu, skutla og sæki börn í alls konar erindi. Samhliða akstrinum vinn ég svo sem lögfræðingur. Leigubílstjóri með lögfræði sem aukagrein. Auðvitað geta stundirnar í bílnum verið góðar, svo sem þegar yngsta dóttirin segir frá því hvað hún lærði í skólanum og hvaða klúbb hún valdi á Frístundaheimilinu. Síðan í október hef ég hlustað á „Do They Know It's Christmas?“ sem mér finnst fínasta lag, þó það séu reyndar aldrei jólin í bílnum. Þegar ég er ein skipti ég um útvarpsstöð áður en ég fer út úr bílnum. Það er nefnilega á milli mín og bílsins á hvað ég hlusta. Þegar ég skutla lærðum og meðvituðum farþegum gæti ég þess að stillt sé á Rás 1 og finnst ég fín. Í mörgum borgum auðveldar það líf fólks að eiga ekki bíl og ég trúi þeim ekki sem segja að Reykvíkingar hafi valið bílinn. Við völdum ekki bílinn. Við þurfum bíl. Samgöngurnar auðvelda okkur ekki lífið. En aðrar breytur geta líka haft áhrif á lengd bílavikunnar. Sveigjanlegur vinnutími og vinna að heiman dregur úr umferðarálagi og bílavikan styttist. Ég vil fjölskylduvænar samgöngur og bílaviku svo ég get varið tímanum með fjölskyldunni, en ekki með bílnum sem ég man ekki hvað heitir.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar