Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 10:38 Plastpokar sem notaðir eru á Íslandi enda annað hvort í urðun eða í náttúrunni, ólíkt því sem þekkist víða annars staðar að sögn Íslenska Gámafélagsins. Vísir/VAlli Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa segist ekki sjá rökin fyrir því. Í myndbandi sem Gámafélagið sendi frá sér í gær einn helsti keppinautur fyrirtækisins, Sorpa, borinn nokkuð þungum sökum. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hverfist um hættuna sem Gámafélagið telur að lífríkinu stafi af notkun einnota plasts. Það safnist upp í náttúrunni og bitni á öllu lífríki jarðarinnar - jafnt hér á Íslandi sem og annars staðar. Það er því mat Gámafélagsins að Ísland ætti að vera leiðandi í baráttunni gegn einnota plasti, til að mynda með því að hætta notkun á burðarplastpokum hið fyrsta. Gámafélagið beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að plasti í myndbandinu, heldur einnig Sorpu. Um miðbik myndbandsins birtist mynd af skrifstofum Sorpu í Reykjavík og dregin upp bein tilvitnun í framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum, Birni H. Halldórssyni.Tilvitnun er fengin upp úr umsögn Sorpu um tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun um plastnotkun sem skilað var til umhverfisráðherra í upphafi nóvember. Þar vísaði Sorpa til danskrar rannsóknar sem gaf til kynna að hefðbundnir haldapokar úr plasti hefðu minnst áhrif á umhverfið. Þannig þyrfti að nota margnota innkaupapoka hið minnsta 52 sinnum til að jafna áhrif plastpoka. Ljóst er að Gámafélaginu þykir ekki mikið til þessarar umsagnar koma. Ýjar fyrirtækið að því að Sorpa hafi með þessu stuðst við útlenskar rannsóknir „þar sem aðstæður eru allt aðrar til að mála upp veruleika þar sem einnota plastnoktun er af hinu góða.“ Bendir Gámafélagið á í því samhengi að erlendis sé gert ráð fyrir því að allir plastpokarnir endi í brennslu í staðinn fyrir olíu eða kol til að framleiða rafmagn. Slíkar aðstæður séu ekki hér á landi heldur endi flestir pokarnir í urðun eða úti í náttúrunni. „Plastmengun er mikið vandamál hér á landi eins og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir í myndbandi Gámafélagsins - og fer ekki á milli mála að þarna er vísað til Sorpu. „Hagsmunir en ekki hugsjónir hvetja suma til að leggjast gegn minnkun notkunar á plastpokum.“ Myndband Íslenska Gámafélagsins má sjá hér að ofan. Umhverfismál Tengdar fréttir Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa segist ekki sjá rökin fyrir því. Í myndbandi sem Gámafélagið sendi frá sér í gær einn helsti keppinautur fyrirtækisins, Sorpa, borinn nokkuð þungum sökum. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hverfist um hættuna sem Gámafélagið telur að lífríkinu stafi af notkun einnota plasts. Það safnist upp í náttúrunni og bitni á öllu lífríki jarðarinnar - jafnt hér á Íslandi sem og annars staðar. Það er því mat Gámafélagsins að Ísland ætti að vera leiðandi í baráttunni gegn einnota plasti, til að mynda með því að hætta notkun á burðarplastpokum hið fyrsta. Gámafélagið beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að plasti í myndbandinu, heldur einnig Sorpu. Um miðbik myndbandsins birtist mynd af skrifstofum Sorpu í Reykjavík og dregin upp bein tilvitnun í framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum, Birni H. Halldórssyni.Tilvitnun er fengin upp úr umsögn Sorpu um tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun um plastnotkun sem skilað var til umhverfisráðherra í upphafi nóvember. Þar vísaði Sorpa til danskrar rannsóknar sem gaf til kynna að hefðbundnir haldapokar úr plasti hefðu minnst áhrif á umhverfið. Þannig þyrfti að nota margnota innkaupapoka hið minnsta 52 sinnum til að jafna áhrif plastpoka. Ljóst er að Gámafélaginu þykir ekki mikið til þessarar umsagnar koma. Ýjar fyrirtækið að því að Sorpa hafi með þessu stuðst við útlenskar rannsóknir „þar sem aðstæður eru allt aðrar til að mála upp veruleika þar sem einnota plastnoktun er af hinu góða.“ Bendir Gámafélagið á í því samhengi að erlendis sé gert ráð fyrir því að allir plastpokarnir endi í brennslu í staðinn fyrir olíu eða kol til að framleiða rafmagn. Slíkar aðstæður séu ekki hér á landi heldur endi flestir pokarnir í urðun eða úti í náttúrunni. „Plastmengun er mikið vandamál hér á landi eins og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir í myndbandi Gámafélagsins - og fer ekki á milli mála að þarna er vísað til Sorpu. „Hagsmunir en ekki hugsjónir hvetja suma til að leggjast gegn minnkun notkunar á plastpokum.“ Myndband Íslenska Gámafélagsins má sjá hér að ofan.
Umhverfismál Tengdar fréttir Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00
Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30
Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27