Bogi Nils áfram forstjóri Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 08:44 Bogi Nils Bogason var áður starfandi forstjóri Icelandair Group. Stöð 2 Bogi Nils Bogason hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. Stjórn félagsins segist í tilkynningu hafa gengið frá ráðningu hans en Bogi hefur verið starfandi forstjóri Icelandair frá því í lok ágúst síðastliðnum. Hann tók þá við starfinu af Björgólfi Jóhannessyni. Haft er eftir Boga í tilkynningunni að þetta sé honum mikill heiður. „Framundan eru bæði spennandi og krefjandi tímar fyrir félagið, sem kalla á skýra framtíðarsýn og hagkvæman rekstur. Icelandair Group hefur styrkar stoðir sem byggt verður á til sóknar á næstu misserum.“ Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segir að eftir að Björgólfur lét af störfum hafi farið af stað „faglegt ferli við leit að eftirmanni hans.“ Capacent á Íslandi og alþjóðlega ráðningarfyrirtækið Spencer Stuart hafi komið að ferlinu og eiga margir einstaklingar, bæði íslenskir og erlendir, að hafa sýnt starfinu áhuga. „Það var afdráttarlaus niðurstaða stjórnar að Bogi Nils sé hæfasti einstaklingurinn í starfið. Hann gjörþekkir fyrirtækið, hefur skýra framtíðarsýn og er vel til þess fallinn að stýra því til móts við nýja tíma,“ er haft eftir Úlfari. Bogi Nils gegndi stöðu framkvæmdastjóra fjármála Icelandair Group frá október 2008. Áður var hann framkvæmdastjóri fjármála hjá Askar Capital 2007 til 2008 og framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group 2004 til 2006. Hann var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG á árunum 1993 til 2004. Bogi Nils er fæddur árið 1969 og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Hann er kvæntur Björk Unnarsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Fréttir af flugi Icelandair Vistaskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Bogi Nils Bogason hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. Stjórn félagsins segist í tilkynningu hafa gengið frá ráðningu hans en Bogi hefur verið starfandi forstjóri Icelandair frá því í lok ágúst síðastliðnum. Hann tók þá við starfinu af Björgólfi Jóhannessyni. Haft er eftir Boga í tilkynningunni að þetta sé honum mikill heiður. „Framundan eru bæði spennandi og krefjandi tímar fyrir félagið, sem kalla á skýra framtíðarsýn og hagkvæman rekstur. Icelandair Group hefur styrkar stoðir sem byggt verður á til sóknar á næstu misserum.“ Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segir að eftir að Björgólfur lét af störfum hafi farið af stað „faglegt ferli við leit að eftirmanni hans.“ Capacent á Íslandi og alþjóðlega ráðningarfyrirtækið Spencer Stuart hafi komið að ferlinu og eiga margir einstaklingar, bæði íslenskir og erlendir, að hafa sýnt starfinu áhuga. „Það var afdráttarlaus niðurstaða stjórnar að Bogi Nils sé hæfasti einstaklingurinn í starfið. Hann gjörþekkir fyrirtækið, hefur skýra framtíðarsýn og er vel til þess fallinn að stýra því til móts við nýja tíma,“ er haft eftir Úlfari. Bogi Nils gegndi stöðu framkvæmdastjóra fjármála Icelandair Group frá október 2008. Áður var hann framkvæmdastjóri fjármála hjá Askar Capital 2007 til 2008 og framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group 2004 til 2006. Hann var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG á árunum 1993 til 2004. Bogi Nils er fæddur árið 1969 og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Hann er kvæntur Björk Unnarsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn.
Fréttir af flugi Icelandair Vistaskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira