Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 21:28 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um. Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um.
Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53