Gekk yfir Ísland áður en hún fór til Marokkó Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2018 21:30 Hin norska Maren Ueland horfir niður til Eyjafjarðar á leið af Sprengisandi í sumar. Mynd/Marius Fuglestad. Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. Myndir úr Íslandsferðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Morðið á hinni 28 ára Maren Ueland frá Noregi og hinni 24 ára Louisu Vesterager Jespersen frá Danmörku hefur vakið mikinn óhug en lík þeirra fundust á gönguleið í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgni. Þrír Marokkóskir menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins en stúlkurnar stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Suður-Noregi. Maren gangandi á Sprengisandsleið í sumar.Mynd/Marius Fuglestad.Í norskum fjölmiðlum hefur verið rifjað upp að Maren ferðaðist um Ísland síðastliðið sumar með samlanda sínum, Marius Fuglestad. Marius er kunnur á samfélagsmiðlum í Noregi sem Ævintýragaukurinn þar sem hann lýsir gönguferðum sínum. Þar má sjá myndasyrpu frá Íslandsferð þeirra Marenar og Mariusar en þau gengu þá yfir hálendið og fóru meðal annars um Sprengisand. Marius sagði í samtali við Stöð 2 að Maren hefði neyðst til að hætta göngunni eftir sjötta dag vegna eymsla í hásin. Þetta var þann 14. júlí en þau voru þá í Laugafelli norðan Hofsjökuls. Úr fjallaskálanum fékk Maren far með öðrum ferðamönnum niður til Eyjafjarðar.Marius og Maren á hálendi Íslands.Mynd/Marius Fuglestad og Maren Ueland.Að sögn Mariusar komu þau einnig við í verslun Cintamani í Reykjavík þar sem þau klæddu sig upp en íslenski fataframleiðandinn er einn af styrktaraðilum Mariusar og styrkti þau bæði í Íslandsgöngunni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Norska stúlkan, sem ásamt danskri stúlku var myrt í fjallgöngu í Marokkó í byrjun vikunnar, heimsótti Ísland fyrir aðeins fimm mánuðum og gekk þá yfir Sprengisand. Myndir úr Íslandsferðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Morðið á hinni 28 ára Maren Ueland frá Noregi og hinni 24 ára Louisu Vesterager Jespersen frá Danmörku hefur vakið mikinn óhug en lík þeirra fundust á gönguleið í Atlasfjöllunum í Marokkó á mánudagsmorgni. Þrír Marokkóskir menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins en stúlkurnar stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Suður-Noregi. Maren gangandi á Sprengisandsleið í sumar.Mynd/Marius Fuglestad.Í norskum fjölmiðlum hefur verið rifjað upp að Maren ferðaðist um Ísland síðastliðið sumar með samlanda sínum, Marius Fuglestad. Marius er kunnur á samfélagsmiðlum í Noregi sem Ævintýragaukurinn þar sem hann lýsir gönguferðum sínum. Þar má sjá myndasyrpu frá Íslandsferð þeirra Marenar og Mariusar en þau gengu þá yfir hálendið og fóru meðal annars um Sprengisand. Marius sagði í samtali við Stöð 2 að Maren hefði neyðst til að hætta göngunni eftir sjötta dag vegna eymsla í hásin. Þetta var þann 14. júlí en þau voru þá í Laugafelli norðan Hofsjökuls. Úr fjallaskálanum fékk Maren far með öðrum ferðamönnum niður til Eyjafjarðar.Marius og Maren á hálendi Íslands.Mynd/Marius Fuglestad og Maren Ueland.Að sögn Mariusar komu þau einnig við í verslun Cintamani í Reykjavík þar sem þau klæddu sig upp en íslenski fataframleiðandinn er einn af styrktaraðilum Mariusar og styrkti þau bæði í Íslandsgöngunni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Alls hafa þrír verið handteknir vegna morðanna. Fórnarlömbin, tvær konur frá Noregi og Danmörku, fundust látnar. 19. desember 2018 06:30
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40
Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20