Lyfjaframleiðsla Coripharma í Hafnarfirði hófst í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2018 18:30 Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis. Coripharma var stofnað utan um kaup fyrrverandi starfsmanna Actavis og hóps fjárfesta á verksmiðjunni auk fasteigna við Reykjavíkurveg 76 af alþjóðlega lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries í júní á þessu ári. „Hér er búið að byggjast upp gríðarleg þekking á sviði lyfjaframleiðslu og það hefði verið mikil synd fyrir bæði Hafnarfjarðarbæ og Ísland ef hún hefði dáið drottni sínum. Það var samt ekki aðeins það að okkur rann blóðið til skyldunnar heldur var það einfaldlega virkilega gott viðskiptatækifæri að hefja þessa framleiðslu aftur,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma og einn hluthafa. Á meðal annarra hluthafa í Coripharma er vátryggingafélagið VÍS með tæplega 20 prósenta hlut, sjóðurinn tækifæri II á vegum Íslenskra verðbréfa, Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi auk starfsmanna Coripharma. Lyfjastofnun staðfesti framleiðsluleyfi verksmiðjunnar í gær og hófst framleiðsla í strax í dag með framleiðslu á útbreiddu sýklalyfi. „Við réðum fyrsta starfsmanninn í maí og erum þrjátíu og sjö núna. Af þeim eru þrjátíu og fimm fyrrverandi starfsmenn Actavis. Mér finnst líklegt að við tvöföldum starfsmannafjöldann á næsta ári og tvöföldum hann aftur í lok árs 2020 ef allar okkar áætlanir ganga eftir,“ segir Bjarni. Coripharma framleiðir eingöngu samheitalyf í verktöku fyrir aðra lyfjaframleiðendur. „Eftir því sem okkur vex ásmegin ætlum við að byrja að þróa okkar eigin samheitalyf, eins og hér var gert áður. Og þá skapast tækifæri til að framleiða lyf sem ekki hafa verið framleidd hér áður, ekki eingöngu í verktöku,“ segir Bjarni. Hafnarfjörður Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis. Coripharma var stofnað utan um kaup fyrrverandi starfsmanna Actavis og hóps fjárfesta á verksmiðjunni auk fasteigna við Reykjavíkurveg 76 af alþjóðlega lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries í júní á þessu ári. „Hér er búið að byggjast upp gríðarleg þekking á sviði lyfjaframleiðslu og það hefði verið mikil synd fyrir bæði Hafnarfjarðarbæ og Ísland ef hún hefði dáið drottni sínum. Það var samt ekki aðeins það að okkur rann blóðið til skyldunnar heldur var það einfaldlega virkilega gott viðskiptatækifæri að hefja þessa framleiðslu aftur,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma og einn hluthafa. Á meðal annarra hluthafa í Coripharma er vátryggingafélagið VÍS með tæplega 20 prósenta hlut, sjóðurinn tækifæri II á vegum Íslenskra verðbréfa, Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi auk starfsmanna Coripharma. Lyfjastofnun staðfesti framleiðsluleyfi verksmiðjunnar í gær og hófst framleiðsla í strax í dag með framleiðslu á útbreiddu sýklalyfi. „Við réðum fyrsta starfsmanninn í maí og erum þrjátíu og sjö núna. Af þeim eru þrjátíu og fimm fyrrverandi starfsmenn Actavis. Mér finnst líklegt að við tvöföldum starfsmannafjöldann á næsta ári og tvöföldum hann aftur í lok árs 2020 ef allar okkar áætlanir ganga eftir,“ segir Bjarni. Coripharma framleiðir eingöngu samheitalyf í verktöku fyrir aðra lyfjaframleiðendur. „Eftir því sem okkur vex ásmegin ætlum við að byrja að þróa okkar eigin samheitalyf, eins og hér var gert áður. Og þá skapast tækifæri til að framleiða lyf sem ekki hafa verið framleidd hér áður, ekki eingöngu í verktöku,“ segir Bjarni.
Hafnarfjörður Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira