Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 13:33 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kári gerir Sigrúnu slíkt tilboð. Vísir/Stefán/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar. MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar bauð Sigrúnu Helgu Lund fullt starf hjá fyrirtækinu í dag. Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. Sigrún segist í skýjunum með ráðahaginn en hún hefur verið í hálfu starfi hjá fyrirtækinu síðan í mars árið 2016.Fréttablaðið greindi fyrst frá tilboði Kára á vef sínum í dag. Innt eftir því hvernig þetta hafi komið til segir Sigrún í samtali við Vísi að Kári hafi staðið eins og klettur við bakið á sér frá byrjun. „Kári er alveg magnaður. Um leið og hann sá þetta þá heyrði hann strax í mér, kallaði mig inn, og sagði að það væri leiðinlegt að heyra þetta. Hann sagðist standa með mér hundrað prósent og bauð mér að koma í fullt starf hjá Decode. Og er bara búinn að standa alveg eins og klettur við bakið á mér.“ Að sögn Sigrúnar ræður Kári hana til starfa frá og með 1. desember, sem hún segist að vonum ánægð með. „Mig óraði ekki fyrir þessu.“Kári áður komið til bjargar Sigrún segir þetta jafnframt ekki í fyrsta skipti sem Kári hafi gert sér slíkt tilboð á erfiðum tímum. Þegar Sigrún tilkynnti fyrst um áreitni yfirmannsins í mars 2016 starfaði hún við rannsókn hjá HÍ sem fékk inni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Hún varð að hverfa frá störfum sínum vegna návígis við yfirmanninn, sem fór ekki fram hjá vökulu auga Kára. „Þegar háskólinn ætlaði að reka mig út af vinnustaðnum, og af því að ég tilheyri einingu sem er að leigja húsnæði af Decode, þá fæ ég símtal frá Kára af því að hann tók eftir að ég væri ekki á staðnum. Og hann réði mig strax í hálft starf,“ segir Sigrún. „Og þar hef ég haft mína rannsóknaraðstöðu síðan, hjá Decode.“ Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp stöðu sinni sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í morgun. Hún sagði ástæðuna vera skeytingarleysi rektors og stjórnenda skólans eftir að hún tilkynnti um „erfið samskipti og kynferðislegt háttalag“ af hendi yfirmanns í sinn garð árið 2016. Hún segist enn ekkert heyrt frá stjórnendum HÍ eftir að hún tilkynnti um uppsögn sína í morgun. Hún hefur þó verið boðuð á fund með Kára og rektor HÍ, Jóni Atla Benediktssyni, klukkan 14 í dag og gerir ráð fyrir að málið verði rætt þar.
MeToo Tengdar fréttir Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48