BHM gagnrýnir Ásmund fyrir stöðuveitingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2018 11:57 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Bandalag háskólamanna, BHM, hvetur stjórnvöld til að fara að auglýsingaskyldu þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera. Þó svo að ráðherra hafi heimild til að flytja fólk á milli embætta sé það ekki í takt við þá „vönduðu stjórnsýsluhætti“ sem bandalagið vill sjá í ráðningamálum stjórnvalda. Tilefni ákalls BHM eru nýlegar stöðuveitingar félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Skammt er síðan hann skipaði í tvö embætti innan væntanlegs nýs félagsmálaráðuneytis, auk þess að skipa í embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. BHM bendir í tilkynningu sinni á að ekkert þessara embætta hafði verið auglýst laust til umsóknar. Þess í stað hafi ráðherra nýtt sér heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - „þar sem segir að stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, geti flutt hann í annað embætti sem undir stjórnvaldið heyrir og þurfi þá ekki að auglýsa það,“ eins og það er orðað í tilkynningu BHM. „Af þessu tilefni bendir BHM á að auglýsingaskylda er meginregla við ráðningar í störf hjá ríkinu. Auglýsingaskyldan er í samræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórnvöldum að gæta jafnræðis milli borgaranna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Enda þótt tilteknar undantekningar frá auglýsingaskyldu geti átt rétt á sér í sérstökum tilvikum telur BHM að of langt hafi verið gengið í því að lögfesta slíkar undantekningar á síðustu árum á kostnað gagnsærrar stjórnsýslu.“ Að þessu sögðu geri BHM kröfu til stjórnvalda um „vandaða stjórnsýsluhætti“ við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá séu það vandaðir stjórnsýsluhættir að mati bandalagsins að auglýsa þegar til stendur að „ráðstafa takmörkuðum gæðum,“ eins og BHM orðar það. „Með auglýsingu er öllum sem áhuga hafa og uppfylla skilyrði gefið tækifæri á að sækja um. Að mati bandalagsins brjóta rúmar undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum hjá hinu opinbera í bága við jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar ásamt því að draga úr gagnsæi í stjórnsýslunni.“ Kjaramál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, hvetur stjórnvöld til að fara að auglýsingaskyldu þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera. Þó svo að ráðherra hafi heimild til að flytja fólk á milli embætta sé það ekki í takt við þá „vönduðu stjórnsýsluhætti“ sem bandalagið vill sjá í ráðningamálum stjórnvalda. Tilefni ákalls BHM eru nýlegar stöðuveitingar félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Skammt er síðan hann skipaði í tvö embætti innan væntanlegs nýs félagsmálaráðuneytis, auk þess að skipa í embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. BHM bendir í tilkynningu sinni á að ekkert þessara embætta hafði verið auglýst laust til umsóknar. Þess í stað hafi ráðherra nýtt sér heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - „þar sem segir að stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, geti flutt hann í annað embætti sem undir stjórnvaldið heyrir og þurfi þá ekki að auglýsa það,“ eins og það er orðað í tilkynningu BHM. „Af þessu tilefni bendir BHM á að auglýsingaskylda er meginregla við ráðningar í störf hjá ríkinu. Auglýsingaskyldan er í samræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórnvöldum að gæta jafnræðis milli borgaranna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Enda þótt tilteknar undantekningar frá auglýsingaskyldu geti átt rétt á sér í sérstökum tilvikum telur BHM að of langt hafi verið gengið í því að lögfesta slíkar undantekningar á síðustu árum á kostnað gagnsærrar stjórnsýslu.“ Að þessu sögðu geri BHM kröfu til stjórnvalda um „vandaða stjórnsýsluhætti“ við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá séu það vandaðir stjórnsýsluhættir að mati bandalagsins að auglýsa þegar til stendur að „ráðstafa takmörkuðum gæðum,“ eins og BHM orðar það. „Með auglýsingu er öllum sem áhuga hafa og uppfylla skilyrði gefið tækifæri á að sækja um. Að mati bandalagsins brjóta rúmar undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum hjá hinu opinbera í bága við jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar ásamt því að draga úr gagnsæi í stjórnsýslunni.“
Kjaramál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48