Tuttugu bestu handboltamenn þjóðarinnar verða í dag valdir í æfingahóp íslenska karlalandsliðsins en þeir munu mæta á svæðið 27. desember þegar íslenska landsliðið hefur lokaundirbúning sinn fyrir HM í handbolta.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnnir í dag tuttugu manna æfingahóp sinn fyrir HM í Þýskalandi og Danmörku.
Guðmundur hafði áður sent inn 28 manna lista og þarf því að skera niður um átta menn í honum. Vísir hefur skoðað listann og sett fram spá fyrir því hvaða átta leikmenn fá ekki að vera í æfingahópnum.
Vísir spáir því að þrír línumenn og þrír örvhentir leikmenn úr 28 manna hópnum rétt missi af lestinni af þessu sinni.
Lokahópurinn á HM mun síðan telja sextán menn þótt líklega verði farið með sautján leikmenn út til Þýskalands.
Guðmundur mun kynna æfingahópinn sinn á blaðamannafundi klukkan 13.00 í dag og mun Vísir fylgjast vel með honum.
Íslenska landsliðið heldur til Noregs 2. janúar og tekur þar þátt í Gjendsidige Cup. Þaðan fer liðið til Munchen í Þýskalandi 9. janúar og er fyrsti leikurinn á HM gegn Spánverjum föstudaginn 11. janúar.
Eftirfarandi leikmenn eru líklegir til að vera í 20 manna æfingahópnum:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarsson
Daníel Freyr Andrésson
Björgvin Páll Gústafsson
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson
Guðjón Valur Sigurðsson
Stefán Rafn Sigurmannsson
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson
Daníel Þór Ingason (varnarmaður)
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Gústafsson (varnarmaður)
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Haukur Þrastarson
Hægri skytta:
Ómar Ingi Magnússon
Rúnar Kárason
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson
Sigvaldi Guðjónsson
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson
Heimir Óli Heimisson
Ýmir Örn Gíslason (varnarmaður)
Eftirfarandi leikmenn myndu þá detta út úr 28 manna hópnum:
Markmenn:
Ágúst Elí Björgvinsson
Vinstra horn:
Enginn
Vinstri skytta:
Róbert Aron Hostert
Miðjumenn:
Janus Daði Smárason
Hægri skytta:
Arnar Birkir Hálfdánsson
Teitur Örn Einarsson
Hægra horn:
Óðinn Þór Ríkharðsson
Línumenn:
Ágúst Birgisson
Sveinn Jóhannsson
Hvaða átta leikmenn mun Guðmundur stroka út af HM-listanum?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti