Þorsteinn kaupir út Arion í félagi sem átti í Refresco Hörður Ægisson skrifar 19. desember 2018 07:00 Þorsteinn Jónsson. Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira