Segir að Real Madrid vilji fá Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 13:30 Jose Mourinho er ekkert hættur að fá góð atvinnutilboð þrátt fyrir að vera rekinn í fjórða sinn í morgun. Vísir/Getty Flestir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu eflaust brottrekstri Jose Mourinho í morgun en það lítur út fyrir að einn hásettur maður í Madrid hafi einnig verið mjög ánægður með þróun mála á Old Traffird. Jose Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United um klukkan níu í morgun en hann verður væntanlega ekki lengi atvinnulaus. Nýjustu fréttir frá Spáni herma að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi enn mikinn áhuga á því að fá Jose Mourinho til að taka við Real liðinu á ný. Miguel Delaney á Independent slær þessu upp en Jose Mourinho var áður stjóri Real Madrid frá 2010 til 2013. Jose Mourinho gerði Real Madrid að spænskum meisturum árið 2012 en hætti árið eftir eftir að samskipti við nokkra leikmenn voru orðin mjög slæm.Perez would still have Mourinho at Madridhttps://t.co/EcwCqLmfWy — Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 18, 2018Mourinho átti í mestum vandræðum í samskiptum sínum við þá Iker Casillas, Sergio Ramos og Marcelo. Casillas fór frá félaginu en þeir Sergio Ramos og Marcelo eru þar enn. Santiago Solari er núverandi þjálfari Real Madrid en hann tók við af Julen Lopetegui á miðju tímabili. Lopetegui náði aðeins nokkrum mánuðum í starfi. Real Madrid er í raun ekki búið að finna raunverulegan eftirmann Frakkans Zinedine Zidane sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili með liðið þar af Meistaradeildina þrjú ár í röð. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er farinn að huga að því að setja saman nýtt framtíðarlið því margir leikmanna liðsins eru farnir að eldast. Hann sér Mourinho sem góðan mann í það krefjandi verkefni. Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Flestir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu eflaust brottrekstri Jose Mourinho í morgun en það lítur út fyrir að einn hásettur maður í Madrid hafi einnig verið mjög ánægður með þróun mála á Old Traffird. Jose Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United um klukkan níu í morgun en hann verður væntanlega ekki lengi atvinnulaus. Nýjustu fréttir frá Spáni herma að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi enn mikinn áhuga á því að fá Jose Mourinho til að taka við Real liðinu á ný. Miguel Delaney á Independent slær þessu upp en Jose Mourinho var áður stjóri Real Madrid frá 2010 til 2013. Jose Mourinho gerði Real Madrid að spænskum meisturum árið 2012 en hætti árið eftir eftir að samskipti við nokkra leikmenn voru orðin mjög slæm.Perez would still have Mourinho at Madridhttps://t.co/EcwCqLmfWy — Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 18, 2018Mourinho átti í mestum vandræðum í samskiptum sínum við þá Iker Casillas, Sergio Ramos og Marcelo. Casillas fór frá félaginu en þeir Sergio Ramos og Marcelo eru þar enn. Santiago Solari er núverandi þjálfari Real Madrid en hann tók við af Julen Lopetegui á miðju tímabili. Lopetegui náði aðeins nokkrum mánuðum í starfi. Real Madrid er í raun ekki búið að finna raunverulegan eftirmann Frakkans Zinedine Zidane sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili með liðið þar af Meistaradeildina þrjú ár í röð. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er farinn að huga að því að setja saman nýtt framtíðarlið því margir leikmanna liðsins eru farnir að eldast. Hann sér Mourinho sem góðan mann í það krefjandi verkefni.
Spænski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira