Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. desember 2018 08:30 Þrjár helstu CrossFit konur landsins, Sara, Katrín Tanja og Annie Mist. Fréttablaðið/Eyþór Á Íslandi fer fram stórt alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí sem er hluti af nýju mótafyrirkomulagi CrossFit í aðdraganda heimsleikanna í ágúst næstkomandi. Mótið er hluti af undankeppninni og fá sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki þátttökurétt á Heimsleikunum en þetta staðfesti Evert Víglundsson, yfirþjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram næsta sumar í þrettánda sinn en undankeppnin er með breyttu fyrirkomulagi í ár. Hér áður var fyrsta stigið að keppa í undankeppni (e. The Open) og þau bestu í karla- og kvennaflokki komust á síðasta stig undankeppninnar (e. Regionals). Þá þurftu Íslendingar ýmist að keppa á lokastigi undankeppninnar í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem aðeins fimm manns komust áfram í hvert sinn og fjörutíu manns komust inn á leikana en í ár eru fjölbreytilegri möguleikar fyrir hendi sem leysa af Regionals. Alls fara sextán mót fram í aðdraganda Heimsleikanna og hófst það með móti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki ásamt sigurliðinu í liðakeppninni öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í þessum sextán mótum. Önnur leið inn á heimsleikana sjálfa er að komast inn í gegnum undankeppnina (e. The Open) sem er opin öllum. Efstu einstaklingarnir í undankeppninni frá 164 löndunum sem eru með CrossFit-stöðvar í heiminum í karla- og kvennaflokki fá þátttökurétt ásamt tuttugu stigahæstu í undankeppninni sem hafa ekki tryggt sér þátttökurétt í gegnum eitt af sextán mótunum. Eitt þessara sextán móta mun fara fram á Íslandi og sjá Evert og Annie Mist frá CrossFit Reykjavík um að skipuleggja mótið sem fer fram 3.-5. maí næstkomandi. „Sviðsljósið verður á þessum sextán mótum í aðdraganda heimsleikanna og við erum með þrettánda mótið af sextán í byrjun maí. Ef einhver af stærstu nöfnum heimsins í CrossFit verða ekki komin inn á mótið munu þau eflaust fjölmenna hingað til að reyna að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.“ Íslenskir þátttakendur hafa átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á heimsleikum CrossFit þar sem barist er um titilinn hraustasti karl og kona heimsins. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis sigrað á leikunum og í karlaflokki náði Björgvin Karl Guðmundsson besta árangri Íslendings í keppninni þegar hann lauk keppni í þriðja sæti árið 2015. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl komust bæði á verðlaunapall á fyrsta mótinu af sextán í mótaröðinni sem hófst um helgina en náðu þó ekki fyrsta sæti og þurfa því að gera aðra atlögu á næstu fimmtán mótum. Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Á Íslandi fer fram stórt alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí sem er hluti af nýju mótafyrirkomulagi CrossFit í aðdraganda heimsleikanna í ágúst næstkomandi. Mótið er hluti af undankeppninni og fá sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki þátttökurétt á Heimsleikunum en þetta staðfesti Evert Víglundsson, yfirþjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram næsta sumar í þrettánda sinn en undankeppnin er með breyttu fyrirkomulagi í ár. Hér áður var fyrsta stigið að keppa í undankeppni (e. The Open) og þau bestu í karla- og kvennaflokki komust á síðasta stig undankeppninnar (e. Regionals). Þá þurftu Íslendingar ýmist að keppa á lokastigi undankeppninnar í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem aðeins fimm manns komust áfram í hvert sinn og fjörutíu manns komust inn á leikana en í ár eru fjölbreytilegri möguleikar fyrir hendi sem leysa af Regionals. Alls fara sextán mót fram í aðdraganda Heimsleikanna og hófst það með móti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki ásamt sigurliðinu í liðakeppninni öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í þessum sextán mótum. Önnur leið inn á heimsleikana sjálfa er að komast inn í gegnum undankeppnina (e. The Open) sem er opin öllum. Efstu einstaklingarnir í undankeppninni frá 164 löndunum sem eru með CrossFit-stöðvar í heiminum í karla- og kvennaflokki fá þátttökurétt ásamt tuttugu stigahæstu í undankeppninni sem hafa ekki tryggt sér þátttökurétt í gegnum eitt af sextán mótunum. Eitt þessara sextán móta mun fara fram á Íslandi og sjá Evert og Annie Mist frá CrossFit Reykjavík um að skipuleggja mótið sem fer fram 3.-5. maí næstkomandi. „Sviðsljósið verður á þessum sextán mótum í aðdraganda heimsleikanna og við erum með þrettánda mótið af sextán í byrjun maí. Ef einhver af stærstu nöfnum heimsins í CrossFit verða ekki komin inn á mótið munu þau eflaust fjölmenna hingað til að reyna að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.“ Íslenskir þátttakendur hafa átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á heimsleikum CrossFit þar sem barist er um titilinn hraustasti karl og kona heimsins. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis sigrað á leikunum og í karlaflokki náði Björgvin Karl Guðmundsson besta árangri Íslendings í keppninni þegar hann lauk keppni í þriðja sæti árið 2015. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl komust bæði á verðlaunapall á fyrsta mótinu af sextán í mótaröðinni sem hófst um helgina en náðu þó ekki fyrsta sæti og þurfa því að gera aðra atlögu á næstu fimmtán mótum.
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30