„Krabbamein sálarinnar“ Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. desember 2018 07:00 Í grundvallaratriðum drepa dýr önnur dýr sér aðeins til matar og lífsviðurværis. Sköpunarverkið er byggt á þann veg. Líf og afkoma margra dýra byggist á slíkri lífskeðju náttúrunnar. Við því er vitaskuld ekkert að segja. Maðurinn er hér þó undantekning. Hann er eina dýrið, sem drepur önnur dýr og lífverur að gamni sínu; sér til fróunar, gleði og skemmtunar. Um daginn var afmælisgrein í blaði um lækni á Austfjörðum, sem varð sextugur þann dag. Lagði læknirinn blaðinu til mynd, sem fylgdi greininni, þar sem hann krýpur yfir dauðu hreindýri, sem hann hafði skotið. Heldur hann drápsvopninu hátt í vinstri hendi, en lyftir höfði dauðs dýrsins með þeirri hægri, sperrir sig svo og brosir glaðhlakkalega framan í myndavélina, eins og hann væri hetja, sem hefði verið að vinna stórvirki. Var hér um fullorðinn og væntanlega þroskaðan mann, sextugan lækni, að ræða, sem ætti að hlúa að lífi, leitast við að vernda það og lækna, ekki bara mannlífi, heldur öllu lífi, einkum lífi þess, sem ekkert hefur sér til saka unnið; er ekki aðeins saklaust og varnarlaust, heldur á sér líka engrar undankomu auðið, en hefur tilfinningar; finnur til, fyllist kvíða og ótta, lætur sér annt um afkvæmi sitt og fjölskyldu, eins og við. Þessi læknir er ekki einn um það, að hafa fróun og gleði af því, að ofsækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr, og loks – ef sært dýrið getur ekki forðað sér í bili, til þess eins að deyja skemmri eða lengri kvaladauða – drepa það. Þessir svokölluðu veiðimenn, sem eru í öllum störfum og stéttum, oft hámenntaðir og háttsettir í þjóðfélaginu, skipta hér mörgum þúsundum. Þörf þessara manna á veiðunum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án þarfar eða tilgangs. Hvað er þetta; drápsfýsn, blóðþorsti, drápslosti? Einna verst er dýraníðið einmitt í garð hreindýra. Í ár mátti drepa fleiri dýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, þar af 1.061 kú. Voru þeir veiðimenn, sem í þetta dráp vildu komast, yfir 3.000. Hvað býr í hjarta og tilfinningalífi þessara manna? Er siðmenningin og mannúðin ekki komin á hærra stig en svo, að drápslosti ræður för? Er þetta kannske drápssýki, sem líkja má við áfengissýki og tóbakssýki? Kannske er þetta krabbamein sálarinnar. Hreindýrakálfar fæðast margir um mánaðamótin maí/júní. Þeir eru því ekki nema 8 vikna, þegar byrjað er að drepa mæðurnar frá þeim, með og frá 1. ágúst. Við eðlileg skilyrði þyrfti hreindýrakálfur á móður sinni að halda fram á næsta vor. Rannsóknir frá Noregi sýna, að þegar hreindýrakálfar eru 8 vikna, drekka þeir enn móðurmjólk 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, 11 vikna 6 sinnum og 16 vikna eru þeir enn að drekka móðurmjólk 5 sinnum á dag. Hvernig má það þá vera, að verið sé að drepa mæður þeirra frá þeim 8 vikna gömlum!? Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti, óvissa og kvíði umkomulausra og hrakinna ungviða ótalið. Auk þess eru hreindýrakálfar mjög háðir mæðrum sínum, þegar snjóa tekur og hjarn leggst yfir land, með það að gera krafsholur, þannig, að dýrin komist í fléttur, gras, lyng og annað æti. Þarf til þess stóra, sterka og beitta hófa, sem ungviðið skortir. Þetta dráp hreindýrakúa, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, er því ómannúðlegt og siðlaust, og í raun þeim, sem þessar veiðar stunda, til smánar og skammar. Mættu veiðimenn hugsa til þess, að þetta þarflausa og ljóta dráp, fer vitaskuld inn í þeirra karma, og verða menn – fyrr eða síðar – að standa því illa, sem þar er komið, skil. Kann þá kvölin og sorgin, sem þeir ollu saklausum lífverum, að hitta þá sjálfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grundvallaratriðum drepa dýr önnur dýr sér aðeins til matar og lífsviðurværis. Sköpunarverkið er byggt á þann veg. Líf og afkoma margra dýra byggist á slíkri lífskeðju náttúrunnar. Við því er vitaskuld ekkert að segja. Maðurinn er hér þó undantekning. Hann er eina dýrið, sem drepur önnur dýr og lífverur að gamni sínu; sér til fróunar, gleði og skemmtunar. Um daginn var afmælisgrein í blaði um lækni á Austfjörðum, sem varð sextugur þann dag. Lagði læknirinn blaðinu til mynd, sem fylgdi greininni, þar sem hann krýpur yfir dauðu hreindýri, sem hann hafði skotið. Heldur hann drápsvopninu hátt í vinstri hendi, en lyftir höfði dauðs dýrsins með þeirri hægri, sperrir sig svo og brosir glaðhlakkalega framan í myndavélina, eins og hann væri hetja, sem hefði verið að vinna stórvirki. Var hér um fullorðinn og væntanlega þroskaðan mann, sextugan lækni, að ræða, sem ætti að hlúa að lífi, leitast við að vernda það og lækna, ekki bara mannlífi, heldur öllu lífi, einkum lífi þess, sem ekkert hefur sér til saka unnið; er ekki aðeins saklaust og varnarlaust, heldur á sér líka engrar undankomu auðið, en hefur tilfinningar; finnur til, fyllist kvíða og ótta, lætur sér annt um afkvæmi sitt og fjölskyldu, eins og við. Þessi læknir er ekki einn um það, að hafa fróun og gleði af því, að ofsækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr, og loks – ef sært dýrið getur ekki forðað sér í bili, til þess eins að deyja skemmri eða lengri kvaladauða – drepa það. Þessir svokölluðu veiðimenn, sem eru í öllum störfum og stéttum, oft hámenntaðir og háttsettir í þjóðfélaginu, skipta hér mörgum þúsundum. Þörf þessara manna á veiðunum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án þarfar eða tilgangs. Hvað er þetta; drápsfýsn, blóðþorsti, drápslosti? Einna verst er dýraníðið einmitt í garð hreindýra. Í ár mátti drepa fleiri dýr en nokkru sinni fyrr; 1.450 dýr, þar af 1.061 kú. Voru þeir veiðimenn, sem í þetta dráp vildu komast, yfir 3.000. Hvað býr í hjarta og tilfinningalífi þessara manna? Er siðmenningin og mannúðin ekki komin á hærra stig en svo, að drápslosti ræður för? Er þetta kannske drápssýki, sem líkja má við áfengissýki og tóbakssýki? Kannske er þetta krabbamein sálarinnar. Hreindýrakálfar fæðast margir um mánaðamótin maí/júní. Þeir eru því ekki nema 8 vikna, þegar byrjað er að drepa mæðurnar frá þeim, með og frá 1. ágúst. Við eðlileg skilyrði þyrfti hreindýrakálfur á móður sinni að halda fram á næsta vor. Rannsóknir frá Noregi sýna, að þegar hreindýrakálfar eru 8 vikna, drekka þeir enn móðurmjólk 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, 11 vikna 6 sinnum og 16 vikna eru þeir enn að drekka móðurmjólk 5 sinnum á dag. Hvernig má það þá vera, að verið sé að drepa mæður þeirra frá þeim 8 vikna gömlum!? Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti, óvissa og kvíði umkomulausra og hrakinna ungviða ótalið. Auk þess eru hreindýrakálfar mjög háðir mæðrum sínum, þegar snjóa tekur og hjarn leggst yfir land, með það að gera krafsholur, þannig, að dýrin komist í fléttur, gras, lyng og annað æti. Þarf til þess stóra, sterka og beitta hófa, sem ungviðið skortir. Þetta dráp hreindýrakúa, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, er því ómannúðlegt og siðlaust, og í raun þeim, sem þessar veiðar stunda, til smánar og skammar. Mættu veiðimenn hugsa til þess, að þetta þarflausa og ljóta dráp, fer vitaskuld inn í þeirra karma, og verða menn – fyrr eða síðar – að standa því illa, sem þar er komið, skil. Kann þá kvölin og sorgin, sem þeir ollu saklausum lífverum, að hitta þá sjálfa.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun