Partíleikur Sigmundar Davíðs Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. desember 2018 11:00 Árið er 1991. 29. apríl. Bresk þjóð kemur sér fyrir í sófum sínum fyrir framan sjónvarpið af skömmustulegri eftirvæntingu. Spjallþáttur Terry Wogan er að fara að byrja. Gestur þáttarins er David Icke, vel liðinn sjónvarpsþáttastjórnandi hjá BBC og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. En eitthvað skrítið er um að vera. Slúðurblöðin segja að Icke sé aðeins farinn að klæðast fjólubláum fötum; að upp úr honum velli dómsdagsspár um stórflóð og jarðskjálfta; að hann sé farinn að vísa í sjálfan sig sem son Guðs. Icke gengur í salinn klæddur fjólubláum íþróttagalla. „Hvers vegna þú,“ spyr Wogan í kurteislegum árásarham. „Hvers vegna ert þú sá útvaldi?“ Áhorfendurnir í salnum hlæja. Augnaráð Icke flöktir. Eins og afkróað dýr bítur Icke frá sér. „Fólk hefði sagt það sama um Jesú. Hver í fjandanum þykist þú vera? Þú ert bara sonur smiðs.“ Eðlur í mannslíki Ég var í íslensku jólapartíi hér í London um síðustu helgi þar sem um fátt annað var rætt en hinar svo kölluðu Klaustursupptökur. Ein spurning brann á allra vörum. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kennt svo gott sem öllum öðrum um málið en sjálfum sér – dularfullum hlerunarbúnaði, öllum hinum sem hafa sagt „ennþá ljótari hluti“ en hann, huldumönnum sem Bára Halldórsdóttir kann að hafa „tekið á sig sök“ fyrir. Hvenær verður Sigmundur Davíð uppiskroppa með sökudólga? Súrrealískt viðtal Terry Wogan við David Icke er frægt í Bretlandi. Viðtalið markaði endalok ferils Icke sem þáttastjórnandi. Það markaði hins vegar upphaf ferils hans sem einn fremsti samsæriskenningasmiður heims. David Icke heldur því fram að veröldin sé full af eðlum í mannslíki með ill áform. Barack Obama er eðla. Mick Jagger er augljóslega eðla. Elísabet Englandsdrottning er eðla. Þeir hálfnafnar Davíð Icke og Sigmundur Davíð eiga fleira sameiginlegt en að vera kenndir við konung sem stútaði Golíat, risanum ógurlega. Regla sem gjarnan er notuð í vísindum og gengur undir heitinu rakhnífur Ockham kveður á um að einfaldasta skýringin sé oftast sú rétta. Icke og Gunnlaugsson eiga það sameiginlegt að vera þeirrar skoðunar að augljósasta skýringin er sjaldnast sú rétta. Á jólasamkomunni hér í London varð til leikur sem hlaut heitið „partíleikur Sigmundar Davíðs“. Leikreglur voru eftirfarandi: Þátttakendur þurftu að láta sér detta í hug sökudólg handa Sigmundi ellegar taka brennivínsskot. Formanni Miðflokksins er hér með gefið góðfúslegt leyfi til að nýta afraksturinn: 1) Vertinn á Klaustri Bar: Víða er það saknæmt að selja fólki sem þegar er mjög drukkið meira áfengi. Orðfæri þingmannanna sex sem sátu saman að sumbli er klárlega á ábyrgð vertsins á Klaustri. 2) Brölt apanna: Fyrir nokkrum milljónum ára stakk forfaðir mannanna hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu, það réttist úr bökum, verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt í einu voru allir komnir með hlerunarbúnað í vasann. Ef aparnir hefðu aðeins haldið sig í trjánum … 3) Allt í plati: Upptakan var sýnishorn úr Áramótaskaupinu. 4) Stalín, Pol Pot, Hitler og Neró: Sigmundur kann „fjölmargar sögur“ af fólki sem hefur sagt og gert svo „miklu ljótari hluti“. 5) Framleiðendur gulra vesta: Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Stuðningsmenn hennar hyggjast fjölmenna á svæðið í gulum vestum að hætti franskra mótmælenda. Grunur hlýtur að falla á framleiðendur gulra vesta um að vera á bak við Klaustursskandalinn sem stórgræða á uppátækinu. 6) Eðlur: Ef allt annað bregst má alltaf klína þessu á eðlurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Árið er 1991. 29. apríl. Bresk þjóð kemur sér fyrir í sófum sínum fyrir framan sjónvarpið af skömmustulegri eftirvæntingu. Spjallþáttur Terry Wogan er að fara að byrja. Gestur þáttarins er David Icke, vel liðinn sjónvarpsþáttastjórnandi hjá BBC og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta. En eitthvað skrítið er um að vera. Slúðurblöðin segja að Icke sé aðeins farinn að klæðast fjólubláum fötum; að upp úr honum velli dómsdagsspár um stórflóð og jarðskjálfta; að hann sé farinn að vísa í sjálfan sig sem son Guðs. Icke gengur í salinn klæddur fjólubláum íþróttagalla. „Hvers vegna þú,“ spyr Wogan í kurteislegum árásarham. „Hvers vegna ert þú sá útvaldi?“ Áhorfendurnir í salnum hlæja. Augnaráð Icke flöktir. Eins og afkróað dýr bítur Icke frá sér. „Fólk hefði sagt það sama um Jesú. Hver í fjandanum þykist þú vera? Þú ert bara sonur smiðs.“ Eðlur í mannslíki Ég var í íslensku jólapartíi hér í London um síðustu helgi þar sem um fátt annað var rætt en hinar svo kölluðu Klaustursupptökur. Ein spurning brann á allra vörum. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kennt svo gott sem öllum öðrum um málið en sjálfum sér – dularfullum hlerunarbúnaði, öllum hinum sem hafa sagt „ennþá ljótari hluti“ en hann, huldumönnum sem Bára Halldórsdóttir kann að hafa „tekið á sig sök“ fyrir. Hvenær verður Sigmundur Davíð uppiskroppa með sökudólga? Súrrealískt viðtal Terry Wogan við David Icke er frægt í Bretlandi. Viðtalið markaði endalok ferils Icke sem þáttastjórnandi. Það markaði hins vegar upphaf ferils hans sem einn fremsti samsæriskenningasmiður heims. David Icke heldur því fram að veröldin sé full af eðlum í mannslíki með ill áform. Barack Obama er eðla. Mick Jagger er augljóslega eðla. Elísabet Englandsdrottning er eðla. Þeir hálfnafnar Davíð Icke og Sigmundur Davíð eiga fleira sameiginlegt en að vera kenndir við konung sem stútaði Golíat, risanum ógurlega. Regla sem gjarnan er notuð í vísindum og gengur undir heitinu rakhnífur Ockham kveður á um að einfaldasta skýringin sé oftast sú rétta. Icke og Gunnlaugsson eiga það sameiginlegt að vera þeirrar skoðunar að augljósasta skýringin er sjaldnast sú rétta. Á jólasamkomunni hér í London varð til leikur sem hlaut heitið „partíleikur Sigmundar Davíðs“. Leikreglur voru eftirfarandi: Þátttakendur þurftu að láta sér detta í hug sökudólg handa Sigmundi ellegar taka brennivínsskot. Formanni Miðflokksins er hér með gefið góðfúslegt leyfi til að nýta afraksturinn: 1) Vertinn á Klaustri Bar: Víða er það saknæmt að selja fólki sem þegar er mjög drukkið meira áfengi. Orðfæri þingmannanna sex sem sátu saman að sumbli er klárlega á ábyrgð vertsins á Klaustri. 2) Brölt apanna: Fyrir nokkrum milljónum ára stakk forfaðir mannanna hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu, það réttist úr bökum, verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt í einu voru allir komnir með hlerunarbúnað í vasann. Ef aparnir hefðu aðeins haldið sig í trjánum … 3) Allt í plati: Upptakan var sýnishorn úr Áramótaskaupinu. 4) Stalín, Pol Pot, Hitler og Neró: Sigmundur kann „fjölmargar sögur“ af fólki sem hefur sagt og gert svo „miklu ljótari hluti“. 5) Framleiðendur gulra vesta: Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Stuðningsmenn hennar hyggjast fjölmenna á svæðið í gulum vestum að hætti franskra mótmælenda. Grunur hlýtur að falla á framleiðendur gulra vesta um að vera á bak við Klaustursskandalinn sem stórgræða á uppátækinu. 6) Eðlur: Ef allt annað bregst má alltaf klína þessu á eðlurnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar