Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2018 11:22 Hópuppsagnir voru hjá WOW air í gær. Vísir/Vilhelm Mikill stöðugleiki ríkir á íslenskum vinnumarkaði ef marka má niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. Hópuppsagnir WOW air í gær eru þær stærstu sem sést hafa lengi en 111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp og munu samningar við verkataka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir en þar er um að ræða rúmlega 2000 manns. Auk þess vara 237 manns sagt upp hjá Airport Associates, þjónustuaðila WOW í Leifsstöð, í lok nóvember. Ekki er enn vitað hvort uppsagnir og afleiðingar þeirra ná til fleiri starfsmanna en alls er um að ræða um það bil 550 manns ef allt fer á versta veg. Miðað við tölur hagstofunnar væri atvinnuleysi 3,1 prósent ef þessir starfsmenn væru taldir með en ekki 2,9 prósent eins og staðan var í október. Að sama skapi gæti skráð atvinnuleysi orðið 2,7 prósent en ekki 2,4 prósent ef allt þetta fólk færi á atvinnuleysisskrá. Sé hópuppsögn WOW air talin frá sýna tölur síðustu mánaða fá merki um að sterkur vinnumarkaður sé að gefa eftir. Samkvæmt Hagsjá Landsbankans hefur atvinnuþátttaka verið stöðug og það sama má segja um vinnutíma. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og virtist um tíma vera að þokast upp á við en síðan hafa ekki orðið mikil breyting þar á. Þá megi ætla að vinnumarkaðurinn haldi sterkri stöðu sinni áfram þó því sé spáð að hagvöxtur fari eitthvað minnkandi á næstu árum. Hópuppsögn WOW komi út úr sérstökum aðstæðum og tæplega megi búast við að fleira í þessum dúr komi í kjölfarið. Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Mikill stöðugleiki ríkir á íslenskum vinnumarkaði ef marka má niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. Hópuppsagnir WOW air í gær eru þær stærstu sem sést hafa lengi en 111 fastráðnum starfsmönnum var sagt upp og munu samningar við verkataka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir en þar er um að ræða rúmlega 2000 manns. Auk þess vara 237 manns sagt upp hjá Airport Associates, þjónustuaðila WOW í Leifsstöð, í lok nóvember. Ekki er enn vitað hvort uppsagnir og afleiðingar þeirra ná til fleiri starfsmanna en alls er um að ræða um það bil 550 manns ef allt fer á versta veg. Miðað við tölur hagstofunnar væri atvinnuleysi 3,1 prósent ef þessir starfsmenn væru taldir með en ekki 2,9 prósent eins og staðan var í október. Að sama skapi gæti skráð atvinnuleysi orðið 2,7 prósent en ekki 2,4 prósent ef allt þetta fólk færi á atvinnuleysisskrá. Sé hópuppsögn WOW air talin frá sýna tölur síðustu mánaða fá merki um að sterkur vinnumarkaður sé að gefa eftir. Samkvæmt Hagsjá Landsbankans hefur atvinnuþátttaka verið stöðug og það sama má segja um vinnutíma. Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og virtist um tíma vera að þokast upp á við en síðan hafa ekki orðið mikil breyting þar á. Þá megi ætla að vinnumarkaðurinn haldi sterkri stöðu sinni áfram þó því sé spáð að hagvöxtur fari eitthvað minnkandi á næstu árum. Hópuppsögn WOW komi út úr sérstökum aðstæðum og tæplega megi búast við að fleira í þessum dúr komi í kjölfarið.
Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira