Handbolti

Birkir og Elvar skutu Aftureldingu og Selfoss áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir tveir skoruðu sigurmörk sinna liða í kvöld.
Þessir tveir skoruðu sigurmörk sinna liða í kvöld. vísir/bára
Það var svakaleg dramatík í báðum leikjunum sem var að ljúka í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta.

Afturelding vann Hauka með minnsta mun á Ásvöllum, 25-24, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11.

Mosfellingar náðu mest sex marka forystu í síðari hálfleik en Haukarnir komu til baka og náðu að jafna. Sigurmarkið skoraði Birkir Benediktsson í þann mund sem flautan gall. Flautumark.

Elvar Ásgeirsson og Birkir Benediktsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Aftureldingu en Orri Freyr Þorkelsson og Daníel Þór Inigason gerðu sex hvor fyrir heimamenn.

Í Safamýrinni var einnig mikil spenna er Selfoss vann eins marks sigur á Fram, 32-31, eftir að Fram hafi verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14.

Sigurmarkið skoraði Elvar Örn Jónsson er innan við mínúta var eftir af leiknum af vítalínunni en Framarar voru afar ósáttir við síðustu sókn sína. Þar vildu þeir fá vítakast en fengu ekki.

Markahæstir Framara voru þeir Andri Þór Helgason og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson. Elvar Örn Jónsson fór á kostum í liði Selfoss og gerði tólf mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×