Sigmundur Davíð segir vogunarsjóði verðlaunaða fyrir að ganga ekki til samninga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 13:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira