Áttunda barn Clint Eastwood mætti á frumsýningu sem staðfesti þrálátan orðróm Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 13. desember 2018 00:04 Clint Eastwood á frumsýningu The Mule. Vísir/Getty Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira