Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2018 09:00 Meðferð blaðamannanna er reglulega mótmælt. Nordicphotos/AFP Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. Fjöldi fólks birti stuðningsyfirlýsingar á netinu og fjölskyldur og vinir blaðamannanna kölluðu eftir því að þeir yrðu leystir úr haldi. BBC greindi frá. Blaðamennirnir tveir voru handteknir í desember fyrir ári og síðar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn lögum um ríkisleyndarmál. Þeir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð á tíu Róhingjum í bænum Inn Dinn í Rakhine-ríki Mjanmars. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um að standa að þjóðarmorði í Rakhine. Blaðamennirnir hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu, sagt að lögregla hafi uppdiktað sekt þeirra. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru á meðal þeirra ofsóttu blaðamanna sem Time útnefndi manneskjur ársins. Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, ríkisráðgjafi og þjóðarleiðtogi Mjanmar, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir mál blaðamannanna og vissulega hið meinta þjóðarmorð sömuleiðis. Suu Kyi hefur neitað að náða mennina og varið réttmæti dómsins. Sagt blaðamennina hafa brotið landslög. „Fyrir ári voru Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, handteknir í tálbeituaðgerð lögreglu sem ætlað var að trufla rannsókn þeirra á fjöldamorði í Mjanmar. Sú staðreynd að þeir eru enn í fangelsi fyrir glæp sem þeir frömdu ekki er þess valdandi að stórt spurningarmerki er sett við mjanmarskt lýðræði og tjáningarfrelsi,“ sagði í yfirlýsingu sem Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sendi frá sér. Asía Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. Fjöldi fólks birti stuðningsyfirlýsingar á netinu og fjölskyldur og vinir blaðamannanna kölluðu eftir því að þeir yrðu leystir úr haldi. BBC greindi frá. Blaðamennirnir tveir voru handteknir í desember fyrir ári og síðar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn lögum um ríkisleyndarmál. Þeir höfðu verið að vinna að umfjöllun um fjöldamorð á tíu Róhingjum í bænum Inn Dinn í Rakhine-ríki Mjanmars. Rannsakendur á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sakað mjanmarska herforingja um að standa að þjóðarmorði í Rakhine. Blaðamennirnir hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu, sagt að lögregla hafi uppdiktað sekt þeirra. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru á meðal þeirra ofsóttu blaðamanna sem Time útnefndi manneskjur ársins. Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, ríkisráðgjafi og þjóðarleiðtogi Mjanmar, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir mál blaðamannanna og vissulega hið meinta þjóðarmorð sömuleiðis. Suu Kyi hefur neitað að náða mennina og varið réttmæti dómsins. Sagt blaðamennina hafa brotið landslög. „Fyrir ári voru Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, handteknir í tálbeituaðgerð lögreglu sem ætlað var að trufla rannsókn þeirra á fjöldamorði í Mjanmar. Sú staðreynd að þeir eru enn í fangelsi fyrir glæp sem þeir frömdu ekki er þess valdandi að stórt spurningarmerki er sett við mjanmarskt lýðræði og tjáningarfrelsi,“ sagði í yfirlýsingu sem Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, sendi frá sér.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00
Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01