Keith Richards er hættur að drekka Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 21:23 Keith Richards á tónleikum. Vísir/Getty Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“ Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Gítarleikari bresku sveitarinnar The Rolling Stones, Keith Richards, er hættur að drekka. Richards verður 75 ára í næstu viku en hann segir í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að það hafi verið kominn tími til að hætta að drekka. Hann hefur verið meðlimur The Rolling Stones allt frá upphafi, sem eru orðin 56 ár, en sveitin er á leið í tónleikaferð í Bandaríkjunum sem hefst í Miami í apríl næstkomandi. Richards hefur verið alræmdur fyrir mikið partístand í gegnum árin en segir við Rolling Stone að hann hafi minnkað drykkjuna umtalsvert síðastliðið ár en hafi nú tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að drekka áfengi. „Ég fékk nóg,“ segir Richards.Hljómsveitin The Rolling Stones saman á sviði.Vísir/GettyHann viðurkennir þó að fá sér stöku sinnum bjór eða vínglas en segir að það hafi verið kominn tími á breytingu. „Ég hef ekki tekið eftir neinni breytingu á mér, fyrir utan að ég drekk ekki lengur. Mér leið ekki vel. Ég var búinn með þetta. Ég vildi þetta ekki lengur,“ segir Richards. Með Richards í viðtalinu var félagi hans úr The Rolling Stones, Ronnie Wood, sem sagðist hafa tekið eftir breytingu á félaga sínum eftir að hann minnkaði drykkjuna. „Það er ánægjulegt að vinna með honum. Hann er mun rólegri. Hann er opnari fyrir hugmyndum,“ segir Wood sem er hæstánægður með breytinguna. Áður fyrr hefði Richards látið hann heyra það.Ronnie Wood segir samleik hans og Keith Richards mun betri eftir að þeir hættu báðir að drekka.Vísir/GettyWood segir drykkju Richards ekki hafa gengið lengur. Hann átti það til að fara yfir strikið og vera illgjarn. Vill Wood meina að það hafi verið orðið grynnra á því eftir því sem árin færðust yfir Richards. Sjálfur hætti Wood að drekka árið 2010 og segir það hafa gert honum kleift að takast á við allskyns vandamál, líkt og að greinast með lungnakrabbamein fyrr á árinu. Meinið var fjarlægt með skurðaðgerð en Wood hafði neitað lyfjameðferð því hann vildi ekki missa hárið. „Ég fékk annað tækifæri og líf mitt er svo gott í dag. Ég held að Keith sé að finna fyrir því í dag.“ Richards segir við Rolling Stone að hann hefði ekki haft áhuga á því að leika tónlist allsgáður. Wood segir að í dag sé gítarsamleikur þeirra mun betri fyrir vikið. „Við gerum okkur betur grein fyrir plássinu sem skapast. Við erum á áttræðisaldri en spilum eins og við séum fertugir.“
Tengdar fréttir Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Keith Richards arftaki Magga Kjartans sem gleðifélagi Jóns Ólafs Jón Ólafsson athafnamaður og Keith Richards gítarleikari Stones eru góðir vinir. 24. maí 2018 10:25