Ummæli ársins: Klaustursmálið, drullusokkur og maðurinn sem gleypti Messi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2018 12:00 Þau Lilja Alfreðsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Hallgrímur Helgason og Drífa Snædal eiga nokkur af ummælum ársins að mati Vísis. Það er ekki ofsögum sagt að mörg eftirminnileg ummæli hafi fallið á árinu. Í samantektinni hér á eftir verða nokkur ummæli rifjuð upp en í flestum þeirra speglast nokkur af stærstu fréttamálum ársins. Við byrjum hins vegar á ummælum sem tengjast einu af hitamálum síðasta árs.„Ég gekk skrefi of langt“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, rifjaði upp stóra ananas-málið í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið á árinu og kvaðst hafa gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas á pítsur. Vísir greindi frá ummælum Guðna um ananas á pítsur á sínum tíma en þau voru látin falla í heimsókn forsetans í Menntaskólann á Akureyri í febrúar 2017. Ummælin vöktu gríðarlega athygli, ekki aðeins hér heima heldur um allan heim. Guðni sá sig knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins og árétta að hann væri ekki í þeirri stöðu að geta sett lög sem myndu banna ananas á pizzu. Í nóvember síðastliðnum rifjaði Guðni svo málið upp í þættinum As it Happens í kanadíska ríkisútvarpinu. „Ég gekk skrefi of langt,“ viðurkenndi forsetinn í viðtali við þáttastjórnandann Carol Off en spjall þeirra var á léttum nótum. Stóra ananas-málið var þó sérlega viðkvæmt í Kanada enda vilja heimamenn meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi fæðst þar í landi.Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt, sagði skáldið.fréttablaðið/valli„Þetta er brútalt“ Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sem hann lét falla um landsbyggðina en þar líkti hann henni við hamfarasvæði í stríðshrjáðu landi. Ummælin féllu í tilefni af komu fimm flóttafjölskyldna til landsins í febrúar. Tvær þeirra settust að í Súðavík og á Ísafirð, tvær í Neskaupstað og ein á Reyðarfirði. Í kjölfarið spurði fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á Twitter hvers vegna flóttafólkið væri sent út á land. Velti hann því fyrir sér hvort það væri að þeirra ósk, hvort það væri mat fagfólks að það væri best fyrir þau eða pólitísk ákvörðun. Hallgrímur blandaði sér í umræðuna með eftirfarandi tísti:þetta er hálf galið, verður að segjast, við fáum fólk frá hamfarasvæðum, hvert sendum við það? jú, á okkar eigin hamfarasvæði, þar sem enginn Íslendingur vill lengur búa... Þetta er svo brútalt. — Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 27, 2018Þessi orð Hallgríms mættu mikilli gagnrýni. Fór hann á Facebook daginn eftir og kvaðst hafa gert mistök á Twitter með ruddalegu kommenti, eins og hann orðaði það sjálfur, í tilefni komu flóttamanna.Óvæntur sigur Ara Ólafs með „gamaldags“ lagi Álitsgjafar Eurovision-þáttarins Alla leið á RÚV voru ekki par hrifnir af íslenska laginu í ár, Our Choice sem Ari Ólafsson söng, þegar þeir ræddu lagið og gáfu því stig í þætti í byrjun apríl. Helga Möller, sem keppti í Eurovision árið 1986 ásamt Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni með lagið Gleðibankinn, sagði lagið „gamaldags“ og að sigur þess í undankeppninni hefði komið sér á óvart. Hún var ansi ómyrk í máli þegar kom að því að ræða lögin í undankeppninni í ár og kvaðst ekki hafa verið hrifin af neinu þeirra. „Það kom mér mjög á óvart hvað lögin voru óáheyrileg,“ sagði Helga. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og einn helsti Eurovision-sérfræðingur þjóðarinnar, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann ræddi Our Choice. „Mér finnst lagið alveg ótrúlega leiðinlegt, því miður. Mér finnst það óeftirminnilegt og ég held þess vegna að við eigum nánast engan séns á að komast upp. Það sem hægt er að gera fyrir lagið, það gerir Ari.“Ekkert eðlilega gott augnablik á HM í sumar.vísir/getty„Hannes Halldórsson gleypir Messi í einum bita“ Við munum eflaust flest hvar við vorum þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þreytti frumraun sína á heimsmeistarmótinu í Rússlandi í sumar gegn Argentínumönnum. Argentína komst yfir á 19. mínútu leiksins eftir mark Sergio Agüero en íslenska liðið var ekki lengi að jafna metin. Staðan var orðin 1-1 á 23. mínútu á móti ekki minni knattspyrnuþjóð en Argentínu sem voru auðvitað með svindlkallinn Messi fremstan í flokki. Eftir um klukkutíma leik var einmitt komið að téðum Messi að stíga á vítapunktinn eftir að Hörður Björgvin Magnússon braut á Meza í teignum. Okkar maður, Hannes Halldórsson, stóð auðvitað á milli stanganna þegar Messi tók vítið en við grípum niður í lýsingu Guðmundar Benediktssonar:Hannes Halldórsson, yfir til þín. Nú þarf að treysta á guð og lukku og Hannes. Taktu þetta Hannes. Hannes Halldórsson gleypir Messi í einum bita. Þetta er allt eins og þetta á að vera. Guð er íslenskur. Hannes líka. Ég er til í að horfa á þetta í allan dag og alla nótt.“ Hannes varði sem sagt vítið frá Messi ef einhver var búinn að gleyma því og leiknum lauk 1-1.Klaustur Bar er hinu megin við götuna frá þinghúsinu.vísir/vilhelmUpptökur á Klaustur barUpptökur af samræðum sex þingmanna á Klaustur bar þann 20. nóvember, þar sem þeir létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga, vöktu mikla athygli þegar Stundin og DV hófu að birta fréttir upp úr þeim í lok nóvember. Þingmennirnir sem voru samankomnir á barnum voru þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, Miðflokki, og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins, sem þeir voru síðan reyndar reknir úr. Eflaust væri hægt að hafa þessa umfjöllun eingöngu um ummælin sem féllu á Klaustur bar og svo ýmislegt sem sagt var í kjölfarið en hér verða nokkur látin duga.Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason voru á alræmdum hittingi nokkurra þingmanna á Klaustur Bar þann 20. nóvember.Vísir„Þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu“ Þessi orð lét Bergþór Ólason falla á Klaustur bar um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Hann beindi orðum sínum að Ólafi og Karli Gauta sem hann var að reyna að fá til liðs við Miðflokkinn. Eftir að frétt um orð hans birtist sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa hringt í Ingu og beðið hana afsökunar. Tveimur dögum síðar var Bergþór farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum.„Hjólum í helvítis tíkina“ Gunnar Bragi Sveinsson lét þessi orð falla um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og fyrrverandi samherja sinn í Framsóknarflokknum. Í frétt Stundarinnar af þessum hluta upptakanna segir að á þeim megi heyra að þingmenn Miðflokksins telji sig eiga harma gegn Lilju en hún var áfram í Framsóknarflokknum eftir að Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ sagði Gunnar Bragi sem líkt og Bergþór er farinn í ótímabundið leyfi frá Alþingi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, talaði opinskátt um þau áhrif sem samræður þingmannanna á Klaustur höfðu á hana í sjónvarpsviðtali.vísir/vilhelm„Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í viðtal í Kastljós RÚV viku eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um upptökurnar af Klaustur Bar. Tveimur dögum áður hafði verið greint frá fleiri ummælum sem Miðflokksmenn höfðu látið falla á barnum en Bergþór talaði meðal annars um Lilju sem „skrokk sem typpið á mér dugði í.“ Viðtalið við Lilju vakti mikla athygli enda talaði ráðherra tæpitungulaust um þau áhrif sem málið hafði haft á hana. Kvaðst hún upplifa samræður þingmannanna sem árás og ofbeldi. „Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn. Ég segi bara að þetta er alveg skýrt í minum huga. Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi,“ sagði Lilja meðal annars.Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn á Klaustur Bar.Vísir/Arnar„Ég er þessi Marvin sem ruggaði bátnum“ Bára Halldórsdóttir, 42 ára gömul hinsegin kona og öryrki, steig fram í viðtali við Stundina og sagði frá því að hún væri manneskjan sem hefði setið á Klaustur Bar í nokkra klukkutíma einn þriðjudag í nóvember og tekið upp samræður þingmannanna sex.Ég er þessi Marvin sem ruggaði bátnum,“ sagði Bára en Marvin var dulnefnið sem hún notaði þegar hún sendi fjölmiðlum upptökurnar. Bára tók samræðurnar upp á gamlan, brotinn Samsung Galaxy A5-síma en hún sagði þingmennina hafa talað svo hátt að það heyrðist um allan staðinn. Henni brá þegar hún heyrði hvernig þingmennirnir ræddu um konur. „Ég hugsaði: Ha? Varla tala þeir svona? Ég var ekki búin að hafa kveikt á upptöku nema í stutta stund þegar þeir eru farnir að tala um að ríða einhverjum skrokkum og ég veit ekki hvað – og ég ætlaði ekki að trúa þessu. Við vorum stödd í opnu rými, á stað sem er opinn almenningi, og þau töluðu svo hátt að það heyrðist um allt og meira að segja yfir í hitt rýmið á barnum. Ég hugsaði með mér: Er þetta í alvörunni eðlileg hegðun af hálfu þjóðkjörinna fulltrúa, þingmannanna okkar?“ Þingmenn Miðflokksins hafa annars vegar farið fram á að persónuvernd rannsaki meint brot Báru vegna upptökunnar. Hins vegar lögðu þeir fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um gagnaöflun og vitnaleiðslur vegna mögulegrar málshöfðunar gegn Báru. Dómurinn hafnaði kröfunni en þingmennirnir hafa kært þann úrskurð til Landsréttar.Gunnar Smári sést hér á kosningavöku Sósíalistaflokksins að kvöldi kjördags í vor.fréttablaðið/eyþór„Hvílíkur drullusokkur þessi drengur“ Gunnar Smári Egilsson, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og framkvæmdastjóri hans, var ekki par hrifinn af spurningu Einars Þorsteinssonar, fréttamanns á RÚV, til Sönnu Magdalendu Mörtudóttur, frambjóðanda flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, í kappræðum sem fram fóru daginn fyrir kosningar. Kallaði Gunnar Smári Einar „drullusokk“ í færslu á Facebook-síðu sinni.Spurningin sem fór svo fyrir brjóstið á Gunnari var um hvort þeir sem ætluðu sér að kjósa Sósíalistaflokkinn geti treyst Gunnari sem Einar sagði hafa oftar en einu sinni skilið launafólk eftir kauplaust. Einar kallaði Gunnar Smára formann flokksins í fyrstu en Sanna benti á að Gunnar væri ekki formaður flokksins heldur framkvæmdastjóri. Einar tók þá fram að Gunnar Smári væri sá sem hefði drifið starf Sósíalistaflokksins áfram og endurtók spurninguna, hvort kjósendur gætu treyst sósíalískum flokki sem velur Gunnar Smára til forystu. „Hann er ekki í forystu flokksins. Það er ég, 26 ára gömul kona af blönduðum uppruna, ekki einhver fimmtugur karlmaður, eða ég veit ekki einu sinni hvað hann er gamall,“ sagði Sanna. Þá benti Einar á að Gunnar Smári væri stofnandi flokksins en Sanna sagði að hún væri einnig einn af stofnendum flokksins og fleiri hefðu komið að borðinu. Einar ítrekaði spurninguna sem Sanna svaraði með þeim orðum að hann væri ekki formaðurinn og að hún væri oddvitinn. Gunnar Smári væri ekki einu sinni í framboði.„Þetta mál er löngu búið af minni hálfu“Stóra ull-málið skók borgarstjórn í ágústmánuði er Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, rak út úr sér tunguna framan í Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á borgarráðsfundi eftir að Mörtu varð starsýnt á hana. Bókuðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins ummálið þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við framkomu Lífar. Líf bað Mörtu afsökunar á ullinu í fundarhléi. Marta sagðist þó líta svo á að afsökunarbeiðnin hefði aðeins verið vegna þess að Líf hafi orðið þess áskynja að Marta ætlaði sér að bóka um hegðunina. Þá vildi Marta að Líf bæði sig afsökunar á opinberum vettvangi. Líf tjáði sig um málið á Facebook og sagðist aðeins hafa rekið út úr sér tunguna í tilraun til þess að létta andrúmsloftið á fundinum. Hún hefði fengið „ómálefnaleg viðbrögð“ við málefnalegum og sanngjörnum málflutningi sínum. Málinu væri lokið af hennar hálfu; því hefði lokið þegar hún bað Mörtu afsökunar.„Ég er ekki þessi dónakall“ Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, lét þessi fleygu orð falla eftir að honum hafði verið vikið úr starfi í september. Var Bjarna Má sagt upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar en nokkrum dögum áður hafði Áslaugu Thelmu Einarsdóttur lokið störfum sem forstöðumaður hjá ON en henni hafði líka verið sagt upp. Eftir að Áslaug Thelma lauk störfum sendi eiginmaður hennar, Einar Bárðarson, póst til stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hann lýsti ósæmilegri hegðun Bjarna Más í garð Áslaugar. Einar var í kjölfarið kallaður á fund Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, og í framhaldinu fundaði stjórn ON og ákvað að segja Bjarna Má upp störfum. Í viðtali við Vísi sagði Bjarni Már að hann hefði gert mistök í samskiptum við kvenundirmenn sína, það er konur sem hafi verið með honum í liði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann sagði forstjóra OR vísa til sem ástæðu uppsagnarinnar væri tölvupóstur sem hann hefði sent fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Bjarni Már sagðist hafa lesið frétt á mbl.is sem honum hafi fundist. Í fréttinni var greint frá því að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall. Bjarni sagði að hann hefði strax daginn eftir áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda svona póst sem yfirmaður kvennanna. Hann hafi sent þeim öllum afsökunarbeiðni. Hann væri þó ekki sá dónakall sem ætla mætti af fréttaflutningi. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“ „Við tók pólitísk ástarsorg“ Drífa Snædal náði kjöri á árinu sem forseti ASÍ. Daginn sem hún tilkynnti um framboð sitt til forseta sambanddsins birtist ítarlegt viðtal við hana á Vísi þar sem hún ræddi meðal annars um viðskilnaðinn við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð en Drífa var ein af stofnendum flokksins, var virk í starfinu og gegndi um tíma stöðu framkvæmdastjóra VG. Drífa sagði sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en hún líkti samstarfinu við það að éta skít út heilt kjörtímabil. Í viðtalinu var hún spurð að því hvort hún sæi eftir því að hafa sagt sig úr flokknum.Nei, ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun enda var hún ekki tekin í stundarbræði. Vissulega var þetta erfið ákvörðun enda var ég ein af stofnendum VG fyrir tuttugu árum, hef unnið fyrir hreyfinguna og félagslíf mitt var nátengt henni. Mér leið hins vegar eins og kærastinn hefði haldið fram hjá mér og ég þyrfti að segja honum upp þegar ljóst var að VG ætlaði í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Við tók pólitísk ástarsorg.“ Flóttamenn Fréttir ársins 2018 HM 2018 í Rússlandi Kjaramál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að mörg eftirminnileg ummæli hafi fallið á árinu. Í samantektinni hér á eftir verða nokkur ummæli rifjuð upp en í flestum þeirra speglast nokkur af stærstu fréttamálum ársins. Við byrjum hins vegar á ummælum sem tengjast einu af hitamálum síðasta árs.„Ég gekk skrefi of langt“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, rifjaði upp stóra ananas-málið í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið á árinu og kvaðst hafa gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas á pítsur. Vísir greindi frá ummælum Guðna um ananas á pítsur á sínum tíma en þau voru látin falla í heimsókn forsetans í Menntaskólann á Akureyri í febrúar 2017. Ummælin vöktu gríðarlega athygli, ekki aðeins hér heima heldur um allan heim. Guðni sá sig knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins og árétta að hann væri ekki í þeirri stöðu að geta sett lög sem myndu banna ananas á pizzu. Í nóvember síðastliðnum rifjaði Guðni svo málið upp í þættinum As it Happens í kanadíska ríkisútvarpinu. „Ég gekk skrefi of langt,“ viðurkenndi forsetinn í viðtali við þáttastjórnandann Carol Off en spjall þeirra var á léttum nótum. Stóra ananas-málið var þó sérlega viðkvæmt í Kanada enda vilja heimamenn meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi fæðst þar í landi.Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt, sagði skáldið.fréttablaðið/valli„Þetta er brútalt“ Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason þurfti að biðjast afsökunar á ummælum sem hann lét falla um landsbyggðina en þar líkti hann henni við hamfarasvæði í stríðshrjáðu landi. Ummælin féllu í tilefni af komu fimm flóttafjölskyldna til landsins í febrúar. Tvær þeirra settust að í Súðavík og á Ísafirð, tvær í Neskaupstað og ein á Reyðarfirði. Í kjölfarið spurði fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á Twitter hvers vegna flóttafólkið væri sent út á land. Velti hann því fyrir sér hvort það væri að þeirra ósk, hvort það væri mat fagfólks að það væri best fyrir þau eða pólitísk ákvörðun. Hallgrímur blandaði sér í umræðuna með eftirfarandi tísti:þetta er hálf galið, verður að segjast, við fáum fólk frá hamfarasvæðum, hvert sendum við það? jú, á okkar eigin hamfarasvæði, þar sem enginn Íslendingur vill lengur búa... Þetta er svo brútalt. — Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 27, 2018Þessi orð Hallgríms mættu mikilli gagnrýni. Fór hann á Facebook daginn eftir og kvaðst hafa gert mistök á Twitter með ruddalegu kommenti, eins og hann orðaði það sjálfur, í tilefni komu flóttamanna.Óvæntur sigur Ara Ólafs með „gamaldags“ lagi Álitsgjafar Eurovision-þáttarins Alla leið á RÚV voru ekki par hrifnir af íslenska laginu í ár, Our Choice sem Ari Ólafsson söng, þegar þeir ræddu lagið og gáfu því stig í þætti í byrjun apríl. Helga Möller, sem keppti í Eurovision árið 1986 ásamt Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni með lagið Gleðibankinn, sagði lagið „gamaldags“ og að sigur þess í undankeppninni hefði komið sér á óvart. Hún var ansi ómyrk í máli þegar kom að því að ræða lögin í undankeppninni í ár og kvaðst ekki hafa verið hrifin af neinu þeirra. „Það kom mér mjög á óvart hvað lögin voru óáheyrileg,“ sagði Helga. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og einn helsti Eurovision-sérfræðingur þjóðarinnar, var heldur ekkert að skafa af hlutunum þegar hann ræddi Our Choice. „Mér finnst lagið alveg ótrúlega leiðinlegt, því miður. Mér finnst það óeftirminnilegt og ég held þess vegna að við eigum nánast engan séns á að komast upp. Það sem hægt er að gera fyrir lagið, það gerir Ari.“Ekkert eðlilega gott augnablik á HM í sumar.vísir/getty„Hannes Halldórsson gleypir Messi í einum bita“ Við munum eflaust flest hvar við vorum þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þreytti frumraun sína á heimsmeistarmótinu í Rússlandi í sumar gegn Argentínumönnum. Argentína komst yfir á 19. mínútu leiksins eftir mark Sergio Agüero en íslenska liðið var ekki lengi að jafna metin. Staðan var orðin 1-1 á 23. mínútu á móti ekki minni knattspyrnuþjóð en Argentínu sem voru auðvitað með svindlkallinn Messi fremstan í flokki. Eftir um klukkutíma leik var einmitt komið að téðum Messi að stíga á vítapunktinn eftir að Hörður Björgvin Magnússon braut á Meza í teignum. Okkar maður, Hannes Halldórsson, stóð auðvitað á milli stanganna þegar Messi tók vítið en við grípum niður í lýsingu Guðmundar Benediktssonar:Hannes Halldórsson, yfir til þín. Nú þarf að treysta á guð og lukku og Hannes. Taktu þetta Hannes. Hannes Halldórsson gleypir Messi í einum bita. Þetta er allt eins og þetta á að vera. Guð er íslenskur. Hannes líka. Ég er til í að horfa á þetta í allan dag og alla nótt.“ Hannes varði sem sagt vítið frá Messi ef einhver var búinn að gleyma því og leiknum lauk 1-1.Klaustur Bar er hinu megin við götuna frá þinghúsinu.vísir/vilhelmUpptökur á Klaustur barUpptökur af samræðum sex þingmanna á Klaustur bar þann 20. nóvember, þar sem þeir létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga, vöktu mikla athygli þegar Stundin og DV hófu að birta fréttir upp úr þeim í lok nóvember. Þingmennirnir sem voru samankomnir á barnum voru þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, Miðflokki, og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins, sem þeir voru síðan reyndar reknir úr. Eflaust væri hægt að hafa þessa umfjöllun eingöngu um ummælin sem féllu á Klaustur bar og svo ýmislegt sem sagt var í kjölfarið en hér verða nokkur látin duga.Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason voru á alræmdum hittingi nokkurra þingmanna á Klaustur Bar þann 20. nóvember.Vísir„Þið eruð með þessa húrrandi klikkuðu kuntu“ Þessi orð lét Bergþór Ólason falla á Klaustur bar um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Hann beindi orðum sínum að Ólafi og Karli Gauta sem hann var að reyna að fá til liðs við Miðflokkinn. Eftir að frétt um orð hans birtist sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa hringt í Ingu og beðið hana afsökunar. Tveimur dögum síðar var Bergþór farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum.„Hjólum í helvítis tíkina“ Gunnar Bragi Sveinsson lét þessi orð falla um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og fyrrverandi samherja sinn í Framsóknarflokknum. Í frétt Stundarinnar af þessum hluta upptakanna segir að á þeim megi heyra að þingmenn Miðflokksins telji sig eiga harma gegn Lilju en hún var áfram í Framsóknarflokknum eftir að Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ sagði Gunnar Bragi sem líkt og Bergþór er farinn í ótímabundið leyfi frá Alþingi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, talaði opinskátt um þau áhrif sem samræður þingmannanna á Klaustur höfðu á hana í sjónvarpsviðtali.vísir/vilhelm„Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í viðtal í Kastljós RÚV viku eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um upptökurnar af Klaustur Bar. Tveimur dögum áður hafði verið greint frá fleiri ummælum sem Miðflokksmenn höfðu látið falla á barnum en Bergþór talaði meðal annars um Lilju sem „skrokk sem typpið á mér dugði í.“ Viðtalið við Lilju vakti mikla athygli enda talaði ráðherra tæpitungulaust um þau áhrif sem málið hafði haft á hana. Kvaðst hún upplifa samræður þingmannanna sem árás og ofbeldi. „Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn. Ég segi bara að þetta er alveg skýrt í minum huga. Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi,“ sagði Lilja meðal annars.Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn á Klaustur Bar.Vísir/Arnar„Ég er þessi Marvin sem ruggaði bátnum“ Bára Halldórsdóttir, 42 ára gömul hinsegin kona og öryrki, steig fram í viðtali við Stundina og sagði frá því að hún væri manneskjan sem hefði setið á Klaustur Bar í nokkra klukkutíma einn þriðjudag í nóvember og tekið upp samræður þingmannanna sex.Ég er þessi Marvin sem ruggaði bátnum,“ sagði Bára en Marvin var dulnefnið sem hún notaði þegar hún sendi fjölmiðlum upptökurnar. Bára tók samræðurnar upp á gamlan, brotinn Samsung Galaxy A5-síma en hún sagði þingmennina hafa talað svo hátt að það heyrðist um allan staðinn. Henni brá þegar hún heyrði hvernig þingmennirnir ræddu um konur. „Ég hugsaði: Ha? Varla tala þeir svona? Ég var ekki búin að hafa kveikt á upptöku nema í stutta stund þegar þeir eru farnir að tala um að ríða einhverjum skrokkum og ég veit ekki hvað – og ég ætlaði ekki að trúa þessu. Við vorum stödd í opnu rými, á stað sem er opinn almenningi, og þau töluðu svo hátt að það heyrðist um allt og meira að segja yfir í hitt rýmið á barnum. Ég hugsaði með mér: Er þetta í alvörunni eðlileg hegðun af hálfu þjóðkjörinna fulltrúa, þingmannanna okkar?“ Þingmenn Miðflokksins hafa annars vegar farið fram á að persónuvernd rannsaki meint brot Báru vegna upptökunnar. Hins vegar lögðu þeir fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur um gagnaöflun og vitnaleiðslur vegna mögulegrar málshöfðunar gegn Báru. Dómurinn hafnaði kröfunni en þingmennirnir hafa kært þann úrskurð til Landsréttar.Gunnar Smári sést hér á kosningavöku Sósíalistaflokksins að kvöldi kjördags í vor.fréttablaðið/eyþór„Hvílíkur drullusokkur þessi drengur“ Gunnar Smári Egilsson, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og framkvæmdastjóri hans, var ekki par hrifinn af spurningu Einars Þorsteinssonar, fréttamanns á RÚV, til Sönnu Magdalendu Mörtudóttur, frambjóðanda flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, í kappræðum sem fram fóru daginn fyrir kosningar. Kallaði Gunnar Smári Einar „drullusokk“ í færslu á Facebook-síðu sinni.Spurningin sem fór svo fyrir brjóstið á Gunnari var um hvort þeir sem ætluðu sér að kjósa Sósíalistaflokkinn geti treyst Gunnari sem Einar sagði hafa oftar en einu sinni skilið launafólk eftir kauplaust. Einar kallaði Gunnar Smára formann flokksins í fyrstu en Sanna benti á að Gunnar væri ekki formaður flokksins heldur framkvæmdastjóri. Einar tók þá fram að Gunnar Smári væri sá sem hefði drifið starf Sósíalistaflokksins áfram og endurtók spurninguna, hvort kjósendur gætu treyst sósíalískum flokki sem velur Gunnar Smára til forystu. „Hann er ekki í forystu flokksins. Það er ég, 26 ára gömul kona af blönduðum uppruna, ekki einhver fimmtugur karlmaður, eða ég veit ekki einu sinni hvað hann er gamall,“ sagði Sanna. Þá benti Einar á að Gunnar Smári væri stofnandi flokksins en Sanna sagði að hún væri einnig einn af stofnendum flokksins og fleiri hefðu komið að borðinu. Einar ítrekaði spurninguna sem Sanna svaraði með þeim orðum að hann væri ekki formaðurinn og að hún væri oddvitinn. Gunnar Smári væri ekki einu sinni í framboði.„Þetta mál er löngu búið af minni hálfu“Stóra ull-málið skók borgarstjórn í ágústmánuði er Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, rak út úr sér tunguna framan í Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á borgarráðsfundi eftir að Mörtu varð starsýnt á hana. Bókuðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins ummálið þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við framkomu Lífar. Líf bað Mörtu afsökunar á ullinu í fundarhléi. Marta sagðist þó líta svo á að afsökunarbeiðnin hefði aðeins verið vegna þess að Líf hafi orðið þess áskynja að Marta ætlaði sér að bóka um hegðunina. Þá vildi Marta að Líf bæði sig afsökunar á opinberum vettvangi. Líf tjáði sig um málið á Facebook og sagðist aðeins hafa rekið út úr sér tunguna í tilraun til þess að létta andrúmsloftið á fundinum. Hún hefði fengið „ómálefnaleg viðbrögð“ við málefnalegum og sanngjörnum málflutningi sínum. Málinu væri lokið af hennar hálfu; því hefði lokið þegar hún bað Mörtu afsökunar.„Ég er ekki þessi dónakall“ Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, lét þessi fleygu orð falla eftir að honum hafði verið vikið úr starfi í september. Var Bjarna Má sagt upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar en nokkrum dögum áður hafði Áslaugu Thelmu Einarsdóttur lokið störfum sem forstöðumaður hjá ON en henni hafði líka verið sagt upp. Eftir að Áslaug Thelma lauk störfum sendi eiginmaður hennar, Einar Bárðarson, póst til stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hann lýsti ósæmilegri hegðun Bjarna Más í garð Áslaugar. Einar var í kjölfarið kallaður á fund Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, og í framhaldinu fundaði stjórn ON og ákvað að segja Bjarna Má upp störfum. Í viðtali við Vísi sagði Bjarni Már að hann hefði gert mistök í samskiptum við kvenundirmenn sína, það er konur sem hafi verið með honum í liði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann sagði forstjóra OR vísa til sem ástæðu uppsagnarinnar væri tölvupóstur sem hann hefði sent fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Bjarni Már sagðist hafa lesið frétt á mbl.is sem honum hafi fundist. Í fréttinni var greint frá því að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall. Bjarni sagði að hann hefði strax daginn eftir áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda svona póst sem yfirmaður kvennanna. Hann hafi sent þeim öllum afsökunarbeiðni. Hann væri þó ekki sá dónakall sem ætla mætti af fréttaflutningi. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“ „Við tók pólitísk ástarsorg“ Drífa Snædal náði kjöri á árinu sem forseti ASÍ. Daginn sem hún tilkynnti um framboð sitt til forseta sambanddsins birtist ítarlegt viðtal við hana á Vísi þar sem hún ræddi meðal annars um viðskilnaðinn við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð en Drífa var ein af stofnendum flokksins, var virk í starfinu og gegndi um tíma stöðu framkvæmdastjóra VG. Drífa sagði sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en hún líkti samstarfinu við það að éta skít út heilt kjörtímabil. Í viðtalinu var hún spurð að því hvort hún sæi eftir því að hafa sagt sig úr flokknum.Nei, ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun enda var hún ekki tekin í stundarbræði. Vissulega var þetta erfið ákvörðun enda var ég ein af stofnendum VG fyrir tuttugu árum, hef unnið fyrir hreyfinguna og félagslíf mitt var nátengt henni. Mér leið hins vegar eins og kærastinn hefði haldið fram hjá mér og ég þyrfti að segja honum upp þegar ljóst var að VG ætlaði í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Við tók pólitísk ástarsorg.“
Flóttamenn Fréttir ársins 2018 HM 2018 í Rússlandi Kjaramál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira