Erlent

Pútín í skjalasafni Stasi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Pútín Rússaforseti.
Pútín Rússaforseti. Nordicphotos/Getty
Lögregluskírteini Vlad­ímírs Pútín, forseta Rússlands, fannst í skjalasafni Stasi, leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Þýska blaðið Bild greindi frá málinu í gær og birti ljósmynd af skírteininu. Með skírteininu hafði Pútín, samkvæmt Bild, fullan aðgang að skrifstofum Stasi. Ekki er ljóst hvort forsetinn hafi unnið beint fyrir Stasi en hann var útsendari sovésku leyniþjónustunnar KGB í Dresden í Austur-Þýskalandi.

Stasi stundaði á sínum tíma umfangsmikið eftirlit með almennum borgurum í því skyni að uppræta andófsraddir. Fjöldi Austur-Þjóðverja gegndi hlutverki uppljóstrara fyrir Stasi. Eftir fall Berlínarmúrsins voru allnokkrir Stasi-liðar fangelsaðir. Aðrir eru þó enn áberandi í Þýskalandi. Til að mynda Matthias Warn­ig, forstjóri orkufyrirtækisins Nord Stream sem sér um jarðgasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×