Ekkert bann við skólaheimsóknum í Selfosskirkju 11. desember 2018 21:15 Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik. Magnús Hlynur Um eitt þúsund leik- og grunnskólabörn á Selfossi hafa heimsótt Selfosskirkju á aðventunni þar sem sóknarpresturinn, Guðbjörg Arnardóttir og æskulýðsfulltrúinn, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bregða sér í nokkur hlutverk í jólaguðspjallinu. Ekkert bann er við slíkum heimsókn í kirkjuna. Þrír hópar heimsótti kirkjuna í morgun og fengu kynningu á starfsemi hennar, auk þess að syngja með sóknarprestinum og æskulýðsfulltrúanum. Krakkarnir fengu að vita allt það helsta um skírnina, ferminguna, giftingar og útfarir. Þá fengu börnin leikrit um sjálft jólaguðspjallið. „Við byrjum á því að syngja og kveikja á kertum og hafa þetta huggulega og góða stund. Svo segjum við söguna sem við segjum alltaf í kirkjunni fyrir jólin, jólaguðspjallið sjálft og okkur finnst svolítið gaman að gera þetta á leikrænan hátt og höfum undan farin ár sett þetta upp í smá leikrit, sem hefur gefist vel“, segir Jóhanna Ýr og Guðbjörg bætir við að þeim þyki þetta mjög gaman og þær voni að það skili sér líka. Guðbjörg fæðir barn í fræðslustundinni. „Já, já, Jesú bara, hann fæðist sjálfur, ljósið kemur í heiminn fyrir krakkanna“, segir Guðbjörg. Hér eru Guðbjörg og Jóhanna að flytja jólaguðspjallið fyrir börnin en í því sýna þær leiklistarhæfileika sína, þannig að boðskapurinn komist örugglega til skila.Magnús HlynurEn hvað með foreldrana sem vilja ekki að börnin þeirra fari í kirkju fyrir jól eða um jólin ? „Auðvitað skiptir máli að við fræðumst öll en við virðum allar skoðanir og ég skil líka vel þau sjónarmið að vilja ekki að börnin komi í kirkju, en auðvitað viljum við bara fræða og við erum sannarlega að því“, bætir Guðbjörg við. Krökkunum finnst alltaf mjög gaman og hátíðlegt að syngja í kirkjunni. Í dag söng einn hópurinn Bjart er yfir Betlehem. Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik. Innlent Trúmál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Um eitt þúsund leik- og grunnskólabörn á Selfossi hafa heimsótt Selfosskirkju á aðventunni þar sem sóknarpresturinn, Guðbjörg Arnardóttir og æskulýðsfulltrúinn, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bregða sér í nokkur hlutverk í jólaguðspjallinu. Ekkert bann er við slíkum heimsókn í kirkjuna. Þrír hópar heimsótti kirkjuna í morgun og fengu kynningu á starfsemi hennar, auk þess að syngja með sóknarprestinum og æskulýðsfulltrúanum. Krakkarnir fengu að vita allt það helsta um skírnina, ferminguna, giftingar og útfarir. Þá fengu börnin leikrit um sjálft jólaguðspjallið. „Við byrjum á því að syngja og kveikja á kertum og hafa þetta huggulega og góða stund. Svo segjum við söguna sem við segjum alltaf í kirkjunni fyrir jólin, jólaguðspjallið sjálft og okkur finnst svolítið gaman að gera þetta á leikrænan hátt og höfum undan farin ár sett þetta upp í smá leikrit, sem hefur gefist vel“, segir Jóhanna Ýr og Guðbjörg bætir við að þeim þyki þetta mjög gaman og þær voni að það skili sér líka. Guðbjörg fæðir barn í fræðslustundinni. „Já, já, Jesú bara, hann fæðist sjálfur, ljósið kemur í heiminn fyrir krakkanna“, segir Guðbjörg. Hér eru Guðbjörg og Jóhanna að flytja jólaguðspjallið fyrir börnin en í því sýna þær leiklistarhæfileika sína, þannig að boðskapurinn komist örugglega til skila.Magnús HlynurEn hvað með foreldrana sem vilja ekki að börnin þeirra fari í kirkju fyrir jól eða um jólin ? „Auðvitað skiptir máli að við fræðumst öll en við virðum allar skoðanir og ég skil líka vel þau sjónarmið að vilja ekki að börnin komi í kirkju, en auðvitað viljum við bara fræða og við erum sannarlega að því“, bætir Guðbjörg við. Krökkunum finnst alltaf mjög gaman og hátíðlegt að syngja í kirkjunni. Í dag söng einn hópurinn Bjart er yfir Betlehem. Guðbjörg og Jóhanna syngja m.a. sunnudagsskólalög með krökkunum og bregða þar á leik.
Innlent Trúmál Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira