Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:15 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að þingmenn klæði sig betur. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann kvaðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna sú skylda var afnumin þingveturinn 2009 til 2013 að karlmenn sem sitja á þingi þurfi að vera með bindi. „Ég hef velt því fyrir mér hvort að slík tilslökun verði ekki til þess að þær góðu hefðir sem hér ríkja að þær verði ekki til þess að við förum að slaka á almennt í klæðnaði hér í þingsalnum. Sem mér finnst skipta mjög miklu máli en auðvitað eru skiptar skoðanir um það. Mér finnst það eðlilegt,“ sagði Ásmundur. Hann sagði svo að hann teldi þá löngu hefð sem verið hefði fyrir formlegum og snyrtilegum klæðnaði við þingstörfin illa brotna af þingmönnum. „Ég held að þessi tilmæli hér innihaldi það ekki að við klæðumst gallabuxum hér í þingsalnum sem mér finnst afar óviðeigandi. Ég legg það til svo við förum ekki öll í jólaköttinn að við tökum okkur taki og berum virðingu fyrri klæðnaði hér í þingsal,“ sagði Ásmundur. Vísi er ekki kunnugt um hvort einhver þingmaður sé í gallabuxum við þingstörfin í dag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem gallabuxur þingmanna eru til umræðu. Þannig mætti Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í gallabuxum til þings árið 2013 en við það var gerð athugasemd og hét hún því að skipta um buxur. Daginn eftir kom Elín svo gallabuxunum til varna og sagðist vilja passa upp á það að þingmenn yrðu ekki forpokaðir. Þá kvaðst hún vilja vekja á misréttinu sem viðgengist á þinginu það er að svartar, grænar, drapplitaðar og rauðar gallabuxur væru leyfðar en ekki bláar. Alþingi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann kvaðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna sú skylda var afnumin þingveturinn 2009 til 2013 að karlmenn sem sitja á þingi þurfi að vera með bindi. „Ég hef velt því fyrir mér hvort að slík tilslökun verði ekki til þess að þær góðu hefðir sem hér ríkja að þær verði ekki til þess að við förum að slaka á almennt í klæðnaði hér í þingsalnum. Sem mér finnst skipta mjög miklu máli en auðvitað eru skiptar skoðanir um það. Mér finnst það eðlilegt,“ sagði Ásmundur. Hann sagði svo að hann teldi þá löngu hefð sem verið hefði fyrir formlegum og snyrtilegum klæðnaði við þingstörfin illa brotna af þingmönnum. „Ég held að þessi tilmæli hér innihaldi það ekki að við klæðumst gallabuxum hér í þingsalnum sem mér finnst afar óviðeigandi. Ég legg það til svo við förum ekki öll í jólaköttinn að við tökum okkur taki og berum virðingu fyrri klæðnaði hér í þingsal,“ sagði Ásmundur. Vísi er ekki kunnugt um hvort einhver þingmaður sé í gallabuxum við þingstörfin í dag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem gallabuxur þingmanna eru til umræðu. Þannig mætti Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í gallabuxum til þings árið 2013 en við það var gerð athugasemd og hét hún því að skipta um buxur. Daginn eftir kom Elín svo gallabuxunum til varna og sagðist vilja passa upp á það að þingmenn yrðu ekki forpokaðir. Þá kvaðst hún vilja vekja á misréttinu sem viðgengist á þinginu það er að svartar, grænar, drapplitaðar og rauðar gallabuxur væru leyfðar en ekki bláar.
Alþingi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira