Þegar sérhagsmunir ráða för Þorsteinn Víglundsson skrifar 11. desember 2018 15:00 Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar