Þegar sérhagsmunir ráða för Þorsteinn Víglundsson skrifar 11. desember 2018 15:00 Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Helstu baráttumál ríkisstjórna endurspegla best fyrir hvað þær standa. Stærstu slagirnir sýna hvar hjartað slær. Á fyrsta ári þessarar ríkisstjórnar hefur stærsti slagurinn verið lækkun veiðigjalda og ríkisstjórnin nær landi með það baráttumál sitt á Alþingi í dag. Ekkert þverpólitískt samstarf. Engin sátt. Engin ný vinnubrögð. Málið bara keyrt í gegn. Ríkisstjórnin lagði málið upphaflega fram undir lok vorþings en var þá gerð afturreka með það af minnihlutanum þá en lagði það síðan fram aftur í haust og kemur það til lokaatkvæðagreiðslu Alþingis í dag. Um hvað snýst málið í raun? Veiðigjöld eru í raun nokkurs konar hráefnisgjald útgerðarinnar. Útgerðin greiðir ekkert annað gjald fyrir að sækja þessa sameiginlegu auðlind þjóðarinnar í sjóð. Viðskipti með kvóta eru greiðslur milli útgerðafyrirtækja en veiðigjaldið er það sem þjóðin ber úr bítum. Áætluð veiðigjöld næsta árs eru um 7 milljarðar króna. Verðmæti sjávarafurða á þessu ári verður líkast til rúmir 230 milljarðar króna. Veiðigjöldin eða hráefnisgjaldið verða því tæplega 3% af verðmæti afurðanna. Algengt er að hreinn hráefniskostnaður sé á bilinu 20-50% af verðmæti. Ríkisstjórnin hefur verið sammála útgerðinni að það gjald sem stefndi að óbreyttu í að innheimt yrði á næsta ári, um 11-12 milljarðar króna (tæp 5% af verðmæti afurðanna) væri allt of hátt og líklegt til að sliga atvinnugreina. Þar verður auðvitað hver að dæma fyrir sig en sjálfur gef ég lítið fyrir þau rök.Sjávarútvegur er ekki nauð Afkoma sjávarútvegs á síðasta ári var lakari en árin á undan. Þar spilar vafalítið stóra rullu að langt sjómannaverkfall varð það ár. Það sem af er þessu ári hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist um 20%. Það styrkir væntanlega stöðu greinarinnar umtalsvert enda hefur gengi krónunnar verið að veikjast. Á sama tíma hefur útgerðin haldið áfram miklum fjárfestingum í endurnýjun fiskiskipa og framleiðslutækja, varið tugum milljarða til kaupa á öðrum útgerðum og aflaheimildum og haldið áfram umfangsmiklum fjárfestingum í öðrum atvinnugreinum. Allt ber þetta merki sterkrar stöðu sjávarútvegs og trú greinarinnar á eigin framtíðarhorfur. Sem er vel enda um mikilvæga atvinnugrein að ræða Það er auðvitað hrein og klár blekking að sjávarútvegur sé í krísu líkt og reynt hefur verið að draga upp af hálfu ríkisstjórnar og útgerðar. Greinin stendur gríðarlega vel og horfur hennar eru góðar. Besta merki þess er að greinin sjálf er reiðubúin að fjárfesta háum fjárhæðum í þeirri framtíð.Einfaldlega ömurleg forgangsröðun Sú staðreynd að ríkisstjórnin leggur svona mikla áherslu á að keyra í gegn lækkun veiðigjalda í miklum pólitískum ágreiningi undirstrika einfaldlega ömurlega forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar. Þetta er ríkisstjórn sérhagsmuna. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk en það vekur vissulega furðu hversu hart Vinstri Græn ganga fram í þessu máli. Hversu auðvelt það hefur reynst flokknum að renna saman við hina sérhagsmunaflokkana tvo. • Á sama tíma þarf ríkisstjórnin að leggja á okkur veggjöld til að geta fjármagnað vegaframkvæmdir. • Á sama tíma var ekki unnt að tryggja ellilífeyrisþegum og öryrkjum einhverja kaupmáttaraukningu á næsta ári. • Á sama tíma þurfti að skera niður áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma. • Á sama tíma var ekki hægt að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila • Á sama tíma var ekki hægt að taka sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingar • Á sama tíma var ekki hægt að tryggja SÁÁ nægjanlegt rekstrarfé • Á sama tíma var ekki hægt að fjármagna sjúkrahús á landsbyggðinni með fullnægjandi hætti • Á sama tíma var ekki hægt að hefja afnám krónu á móti krónu skerðingunni Svona er forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún er bara ekki betri en þetta.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun