Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 12:28 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Greindi hann meðal annars frá því að hann hefði reynt að kyssa hana í tvígang en hún neitaði og að hann hefði þá brugðist afar illa við því. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera mun minna úr því sem átti sér stað á milli þeirra en efni standa til. Þá greinir hún frá því að hún hafi ekki viljað að málið yrði gert opinbert en sú ákvörðun hafi verið úr hennar höndum þegar Ágúst Ólafur birti sína yfirlýsingu. Bára Huld leitaði til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar vegna málsins sem áminnti Ágúst Ólaf vegna hegðunar hans í lok nóvember. Logi segir að hann hafi í kjölfarið greint þingflokknum frá þeirri niðurstöðu og tilkynnt að hann ætlaði að stíga til hliðar í tvo mánuði til að leita sér aðstoðar. „Hann ákvað líka að gefa út yfirlýsingu sem er líka bara hans yfirlýsing og hann birti hana áður en við sáum hana fyrirfram. Hún kemur núna með sína yfirlýsingu og það er munur á þeim en þá er þetta lýsing tveggja málsaðila sem ég get ekki tjáð mig um með neinum hætti,“ segir Logi.Hvað viltu segja um stöðu Ágústar Ólafs í þingflokknum? Nú hafa margir kallað eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér og manni finnst þetta kannski síst alvarlegra. Hún allavega sakar hann um grófa áreitni. Á Ágúst Ólafur ekki alveg eins að segja af sér? „Hann er í leyfi núna og er ekki á þingi og er að leita sér aðstoðar. Svo verðum við bara að sjá til. Hann verður auðvitað að horfa í eigin barm líka,“ segir Logi og heldur áfram: „Þrátt fyrir allt er ég ánægður með að við drifum í því að búa til svona trúnaðarnefnd sem getur tryggt fólki faglega og hlutlausa meðferð og ég vona að sem flestir flokkar geri það líka.“ Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. Ágúst Ólafur sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þar sem hann greindi frá því að hann væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Ástæðan væri sú að hann hefði fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins vegna samskipta við konu í upphafi sumars. Greindi hann meðal annars frá því að hann hefði reynt að kyssa hana í tvígang en hún neitaði og að hann hefði þá brugðist afar illa við því. Umrædd kona er Bára Huld sem í dag sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera mun minna úr því sem átti sér stað á milli þeirra en efni standa til. Þá greinir hún frá því að hún hafi ekki viljað að málið yrði gert opinbert en sú ákvörðun hafi verið úr hennar höndum þegar Ágúst Ólafur birti sína yfirlýsingu. Bára Huld leitaði til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar vegna málsins sem áminnti Ágúst Ólaf vegna hegðunar hans í lok nóvember. Logi segir að hann hafi í kjölfarið greint þingflokknum frá þeirri niðurstöðu og tilkynnt að hann ætlaði að stíga til hliðar í tvo mánuði til að leita sér aðstoðar. „Hann ákvað líka að gefa út yfirlýsingu sem er líka bara hans yfirlýsing og hann birti hana áður en við sáum hana fyrirfram. Hún kemur núna með sína yfirlýsingu og það er munur á þeim en þá er þetta lýsing tveggja málsaðila sem ég get ekki tjáð mig um með neinum hætti,“ segir Logi.Hvað viltu segja um stöðu Ágústar Ólafs í þingflokknum? Nú hafa margir kallað eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér og manni finnst þetta kannski síst alvarlegra. Hún allavega sakar hann um grófa áreitni. Á Ágúst Ólafur ekki alveg eins að segja af sér? „Hann er í leyfi núna og er ekki á þingi og er að leita sér aðstoðar. Svo verðum við bara að sjá til. Hann verður auðvitað að horfa í eigin barm líka,“ segir Logi og heldur áfram: „Þrátt fyrir allt er ég ánægður með að við drifum í því að búa til svona trúnaðarnefnd sem getur tryggt fólki faglega og hlutlausa meðferð og ég vona að sem flestir flokkar geri það líka.“
Alþingi MeToo Tengdar fréttir Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17 Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Bára Huld segir Ágúst gera minna úr atvikinu en efni standa til Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, segist tilneidd til að greina frá rangfærslum í máli Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 11. desember 2018 11:17
Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. 10. desember 2018 18:30
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39