Dásemdarhlýja, lotning og óttablandin virðing fyrir gamla meistaranum Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2018 10:08 Sjaldan eða aldrei hefur nokkur maður verið eins innilega velkominn í nokkurn þingflokk og Ellert, dásemdarhlýja fylgir þessum gamla meistara. Fögnuður Samfylkingarfólks með komu Ellerts B. Schram á Alþingi er mikill og keppast þingmenn Samfylkingar við að bjóða hann velkominn; með húrrahrópum á Facebook. Ellert er að koma inn sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem fór í tveggja mánaða leyfi eftir að siðanefnd flokksins hafði tekið fyrir mál hans sem snýr að ósæmilegri framkomu við konu. Ellert sat í 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og hefur tæplega búist við því að til þess kæmi að hann færi rétt tæplega áttræður á þing en hvorki þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir né Einar Kárason, sem sátu í 2. og 3. sæti á lista, komu því ekki við að hlaupa í skarðið fyrir Ágúst Ólaf. Það dæmdist því á Ellert, sem segist ætla að messa yfir þingheimi vegna bágborinnar stöðu aldraðra.Óttablandin virðing Fögnuður þingmanna Samfylkingarinnar vegna komu hans er mikill. Logi Einarsson, formaður flokksins, kann sér vart læti: „Pabbi sagði mér margar sögur af erfiðum viðureignum við Ellert þegar sá fyrrnefndi stóð í marki ÍBA en sá síðarnefndi var markahrellir hjá KR. Hann og KR-ingar gerðu mínum mönnum marga skráveifuna,“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína og bætir því við að hann hafi alltaf borið „lotningu og næstum óttablandna virðingu fyrir honum og er ánægður með að nú erum við samherjar.“ Dásemdarhlýja fylgir gamla meistaranum Helga Vala Helgadóttir leyfir gleði sinni með komu Ellerts að streyma hindrunarlaust: „Það er eitthvað dásamlega fallegt við að Ellert sé mættur á þing, 47 árum eftir að hann kom hingað fyrst. Já, hann var fyrst kjörinn á þingið ári áður en ég fæddist og ég er amma!“ skrifar Helga Vala. „Þvílík dásemdarhlýja sem fylgir þessum meistara. Nú kætast KR ingar... eldri borgarar og ég.“ Guðmundur Andri Thorsson lætur ekki sitt eftir liggja, bendir á að Ellert hafi fyrst sest á þing fyrir 47 árum, sem mun einsdæmi. „Ómetanlegur í sókn og vörn.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Fögnuður Samfylkingarfólks með komu Ellerts B. Schram á Alþingi er mikill og keppast þingmenn Samfylkingar við að bjóða hann velkominn; með húrrahrópum á Facebook. Ellert er að koma inn sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem fór í tveggja mánaða leyfi eftir að siðanefnd flokksins hafði tekið fyrir mál hans sem snýr að ósæmilegri framkomu við konu. Ellert sat í 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og hefur tæplega búist við því að til þess kæmi að hann færi rétt tæplega áttræður á þing en hvorki þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir né Einar Kárason, sem sátu í 2. og 3. sæti á lista, komu því ekki við að hlaupa í skarðið fyrir Ágúst Ólaf. Það dæmdist því á Ellert, sem segist ætla að messa yfir þingheimi vegna bágborinnar stöðu aldraðra.Óttablandin virðing Fögnuður þingmanna Samfylkingarinnar vegna komu hans er mikill. Logi Einarsson, formaður flokksins, kann sér vart læti: „Pabbi sagði mér margar sögur af erfiðum viðureignum við Ellert þegar sá fyrrnefndi stóð í marki ÍBA en sá síðarnefndi var markahrellir hjá KR. Hann og KR-ingar gerðu mínum mönnum marga skráveifuna,“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína og bætir því við að hann hafi alltaf borið „lotningu og næstum óttablandna virðingu fyrir honum og er ánægður með að nú erum við samherjar.“ Dásemdarhlýja fylgir gamla meistaranum Helga Vala Helgadóttir leyfir gleði sinni með komu Ellerts að streyma hindrunarlaust: „Það er eitthvað dásamlega fallegt við að Ellert sé mættur á þing, 47 árum eftir að hann kom hingað fyrst. Já, hann var fyrst kjörinn á þingið ári áður en ég fæddist og ég er amma!“ skrifar Helga Vala. „Þvílík dásemdarhlýja sem fylgir þessum meistara. Nú kætast KR ingar... eldri borgarar og ég.“ Guðmundur Andri Thorsson lætur ekki sitt eftir liggja, bendir á að Ellert hafi fyrst sest á þing fyrir 47 árum, sem mun einsdæmi. „Ómetanlegur í sókn og vörn.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00
„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39