Lið fyrri hlutans í Olís-deildum karla og kvenna var kunngjört í Seinni bylgjunni í kvöld en verðlaunin voru valin í samstarfi við HSÍ og Olís.
Besti leikmaðurinn í Olís-deild karla var Ásbjörn Friðriksson í FH en hann hefur farið á kostum í liði FH. Þjálfari hans hjá FH, Halldór Jóhann Sigfússon, var valinn besti þjálfarinn í fyrri hlutanum.
Í kvennaflokki var það Íris Björk Símonardóttir sem var valin best en hún hefur lokað markinu oft á tíðum hjá Val í vetur sem er á toppnum í Olís-deildinni. Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, má sjá hér að neðan.
Öll verðlaunin má sjá hér að neðan.
Lið fyrri hluta í Olís-deild karla
Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, Valur
Vinstra horn: Dagur Gautason, KA
Vinstri skytta: Egill Magnússon, Stjarnan
Leikstjórnandi: Ásbjörn Friðriksson, FH
Hægri skytta: Árni Steinn Steinþórsson, Selfoss
Hægra horn: Birgir Már Birgisson, FH
Línmaður: Heimir Óli Heimisson, Haukar
Besti leikmaður: Ásbjörn Friðriksson, FH
Besti þjálfari: Halldór Jóhann Sigfússon, FH
Besti ungi leikmaðurinn: Hafþór Vignisson, Akureyri Handboltafélag
Besti varnarmaður: Alexander Örn Júlíusson, Valur
Lið fyrri hluta í Olís-deild kvenna:
Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Valur
Vinstra horn: Turið Arge Samuelsen, Haukar
Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir, KA/Þór
Leikstjórnandi: Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Hægri skytta: Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan
Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
Línumaður: Steinunn Björnsdóttir, Fram
Besti leikmaður: Íris Björk Símonardóttir, Valur
Besti þjálfari: Hrafnhildur Skúladóttir, ÍBV
Besti varnarmaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur
Besti ungi leikmaðurinn: Berglind Þorsteinsdóttir, HK
