Telur milljónir geta sparast á útboði raforku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. desember 2018 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“ Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“
Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira