Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. desember 2018 19:48 Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni. Vísir Brúin Súla við Núpsvötn þar sem slysið varð í dag er ein hættulegasta einbreiða brú landsins en þar hafa frá árinu 2000 orðið alls 14 slys þar af tvö alvarleg. Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. „Þetta slys eykur enn þrýsting á að framkvæmdum á þessu svæði verði flýtt. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að hraða þeim vegna aukinnar umferðar og lengdar á brúnni. Það má segja að hún hafi verið flöskuháls í vegakerfinu.“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir að fjöldi ferðamanna á svæðinu hafi aukist gríðarlega síðustu ár og slysum fjölgað samhliða því. „Það er sérstaklega aukin umferð á brúnni en hún hefur þrefaldast á svæðinu síðustu 4-5 ár. Nú fara þarna um 1200 bílar á dag. Hins vegar hafa flest slysin á brúnni verið umferðaróhöpp en ekki alvarleg slys eins og í dag. Hann segir í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir að einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins sem hafa meiri umferð en 200 ökutæki á sólarhring að meðaltali verði útrýmt. „Þarna er um að ræða langa brú með útskotum, en hún er næst lengsta brúin í vegakerfinu í dag. Þá eru hún óvenjuleg að því leiti að það eru tvö útskot á henni sem óvanir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig nota skal. Einbreiðar brýr geta boðið uppá slysahættu og því er markmið samgönguáætlunar að útrýma þeim,“ segir Guðmundur Valur að lokum. Fjallað var um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem sjá má hér að neðan. Banaslys við Núpsvötn Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur. 27. desember 2018 17:56 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Brúin Súla við Núpsvötn þar sem slysið varð í dag er ein hættulegasta einbreiða brú landsins en þar hafa frá árinu 2000 orðið alls 14 slys þar af tvö alvarleg. Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. „Þetta slys eykur enn þrýsting á að framkvæmdum á þessu svæði verði flýtt. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að hraða þeim vegna aukinnar umferðar og lengdar á brúnni. Það má segja að hún hafi verið flöskuháls í vegakerfinu.“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir að fjöldi ferðamanna á svæðinu hafi aukist gríðarlega síðustu ár og slysum fjölgað samhliða því. „Það er sérstaklega aukin umferð á brúnni en hún hefur þrefaldast á svæðinu síðustu 4-5 ár. Nú fara þarna um 1200 bílar á dag. Hins vegar hafa flest slysin á brúnni verið umferðaróhöpp en ekki alvarleg slys eins og í dag. Hann segir í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir að einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins sem hafa meiri umferð en 200 ökutæki á sólarhring að meðaltali verði útrýmt. „Þarna er um að ræða langa brú með útskotum, en hún er næst lengsta brúin í vegakerfinu í dag. Þá eru hún óvenjuleg að því leiti að það eru tvö útskot á henni sem óvanir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig nota skal. Einbreiðar brýr geta boðið uppá slysahættu og því er markmið samgönguáætlunar að útrýma þeim,“ segir Guðmundur Valur að lokum. Fjallað var um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem sjá má hér að neðan.
Banaslys við Núpsvötn Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur. 27. desember 2018 17:56 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42
Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur. 27. desember 2018 17:56