Björgvin Karl: Við höfum fengið litla athygli á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. desember 2018 19:30 Björgvin Karl Guðmundsson. Vísir/Einar Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí næstkomandi, þar sem í boði verður farseðill á heimsleikana sem fara fram í ágúst. Breytt fyrirkomulag á keppnistímabilinu í Crossfit tekur í fyrsta sinn gildi fyrir heimsleikana á næsta ári. Í stað undankeppna í heimsálfum verða sextán mót haldin víðsvegar um heim þar sem sigurvegari hvers móts fær keppnisrétt á heimsleikunum. Opna mótið verður þó áfram haldið eins og síðustu ár, þar sem 20 efstu komast inn á heimsleikana, sem og allir landsmeistarar í heiminum. Mótshaldarar líta þó einnig til þess að mótið verði kjörið tækifæri til að efla íþróttina hér á landi og kynna enn betur stærstu stjörnurnar. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis orðið heimsmeistarar í greininni og þá hafa Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson verið í fremstu röð um árabil. Björgvin Karl segir löngu tímabært að Íslandi fái stórt alþjóðlegt mót. „Miðað við fólkið sem við eigum þá finnst mér að við höfum fengið litla athygli hér á landi. Það er því frábært að við skulum fá mót samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi, með fullt af áhorfendum og erlendum keppendum,“ segir Björgvin Karl og bætir við: „Það þarf ekki endilega að nefna það hverjar stelpurnar eru hér á Íslandi en það þarf ennþá að útskýra hver ég er og hvað ég hef gert. Það þekkja mig ekki allir hérna en í Crossfit-heiminum er nafnið mitt mjög þekkt.“ Óvíst er hvort að íslensku stjörnurnar keppi á mótinu í maí en það mun ráðast af því hvenær og hvort það tryggir sinn farseðil á heimsleikana en Katrín Tanja telur að það sé mikill fengur fyrir Crossfit á Íslandi að hér verði stórt mót. „Mér finnst þetta vera eins og þegar Anníe vann árið 2011,“ sagði Katrín Tanja. „Það vita ekki margir af þessu en allt í einu sjá þetta allir - og sjá að þetta er spennandi. Mér finnst líka mikilvægt að þetta er fyrir alla. Þetta er ekki bara það sem við erum að gera og bara þetta mót. Afi minn er til dæmis í Crossfit - það er hægt að skala þetta fyrir alla.“ CrossFit Tengdar fréttir Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Stórt alþjóðlegt mót í Crossfit verður haldið í Reykjavík í maí næstkomandi, þar sem í boði verður farseðill á heimsleikana sem fara fram í ágúst. Breytt fyrirkomulag á keppnistímabilinu í Crossfit tekur í fyrsta sinn gildi fyrir heimsleikana á næsta ári. Í stað undankeppna í heimsálfum verða sextán mót haldin víðsvegar um heim þar sem sigurvegari hvers móts fær keppnisrétt á heimsleikunum. Opna mótið verður þó áfram haldið eins og síðustu ár, þar sem 20 efstu komast inn á heimsleikana, sem og allir landsmeistarar í heiminum. Mótshaldarar líta þó einnig til þess að mótið verði kjörið tækifæri til að efla íþróttina hér á landi og kynna enn betur stærstu stjörnurnar. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis orðið heimsmeistarar í greininni og þá hafa Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson verið í fremstu röð um árabil. Björgvin Karl segir löngu tímabært að Íslandi fái stórt alþjóðlegt mót. „Miðað við fólkið sem við eigum þá finnst mér að við höfum fengið litla athygli hér á landi. Það er því frábært að við skulum fá mót samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi, með fullt af áhorfendum og erlendum keppendum,“ segir Björgvin Karl og bætir við: „Það þarf ekki endilega að nefna það hverjar stelpurnar eru hér á Íslandi en það þarf ennþá að útskýra hver ég er og hvað ég hef gert. Það þekkja mig ekki allir hérna en í Crossfit-heiminum er nafnið mitt mjög þekkt.“ Óvíst er hvort að íslensku stjörnurnar keppi á mótinu í maí en það mun ráðast af því hvenær og hvort það tryggir sinn farseðil á heimsleikana en Katrín Tanja telur að það sé mikill fengur fyrir Crossfit á Íslandi að hér verði stórt mót. „Mér finnst þetta vera eins og þegar Anníe vann árið 2011,“ sagði Katrín Tanja. „Það vita ekki margir af þessu en allt í einu sjá þetta allir - og sjá að þetta er spennandi. Mér finnst líka mikilvægt að þetta er fyrir alla. Þetta er ekki bara það sem við erum að gera og bara þetta mót. Afi minn er til dæmis í Crossfit - það er hægt að skala þetta fyrir alla.“
CrossFit Tengdar fréttir Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00 Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eitt af stærstu mótum ársins í Crossfit-heiminum fer fram á Íslandi í maí en þó er ekki öruggt að okkar stærstu stjörnur í íþróttinni keppi á mótinu. 27. desember 2018 14:00
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Björgvin fékk silfur og Sara brons Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí sem var að ljúka. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið. 15. desember 2018 17:49
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30