Akkúrat ár liðið frá banaslysi sem varð á svipuðum slóðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 15:03 Myndin er tekin á vettvangi rútuslyssins í Eldhrauni fyrir ári síðan. vísir/vilhelm Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009. Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009.
Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13