Lars Lagerbäck ber fram kvörtun til UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 12:30 Lars Lägerback er ekki ánægður. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira