Allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 23. desember 2018 21:15 Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Það er allt að sex mánaða biðlisti hjá barnatannlæknum í dag en það bitnar helst á langveikum börnum og börnum með sérþarfir. Barnatannlæknir segir ástandið slæmt og að erfitt sé að láta verkjuð börn bíða. Barnatannlæknar sinna meðal annars langveikum börnum, börnum með sérþarfir eða heilbrigðum börnum með miklar tannskemmdir sem þurfa til dæmis á svæfingu að halda. Það eru aðeins þrír starfandi barnatannlæknar á Íslandi í dag sem gerir það að verkum að biðlistar eru mjög langir. Biðlistinn hjá Evu Guðrúnu Sveinsdóttur barnatannlækni er til að mynda hálft ár. Eva útskýrir að tannlæknarnir reyna að forgangsraða eins og hægt er en það komi því miður fyrir að verkjuð börn þurfi að bíða eftir tíma. „Það eru kannski þeir sem síst skyldi bitna á, langveik börn, einhverf börn,“ segir Eva Guðrún.Ólaunað framhaldsnám sem erfitt er að komast inn í Nám í barnatannlækningum er framhaldsnám sem ekki er kennt á Íslandi. Eftir sex ára grunnnám þarf því að fara erlendis í þriggja ára sérnám sem er ekki launað, en það er ólíkt því sem þekkist í lækningum almennt. „Það eru ekkert allir tilbúnir að fara út í þetta sérnám fyrir utan að það er mjög erfitt að komast inn í það.“ Þá er ekki hægt að taka námslán fyrir framhaldsnáminu ef viðkomandi hefur tekið námslán í grunnnáminu. Eva Guðrún vill að bætt verði úr þessu. „Að minnsta kosti að fólk geti fjármagnað sig, að það væri hægt að taka lán fyrir þessu þannig að gott væri.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðunni til framtíðar. Erfitt sé að segja til um hve margir komi heim að námi loknu en aðeins einn tannlæknir stundar sérnám sem stendur. Álagið er því mikið hjá starfandi barnatannlæknum á Íslandi. „Þetta eru viðkvæm börn og börn sem eru langveik og maður segir ekki nei við því. Þetta spilar svona á samviskuna manns og maður vinnur oft ansi langa daga,“ segir Eva Guðrún að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira