Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 13:24 Sigurður G. og Áslaug Thelma bíða nú viðbragða frá ON við bréfi þar sem reifaðar eru hugmyndir um skaðabætur henni til handa. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent bréf til ON en hann telur mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur óuppgerð. Hann telur ON skulda henni bætur og segir að auki fyrirtækið hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor hennar. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru (ON), vill ekki una því hvernig staðið var að starfslokum hennar en hún hefur ávallt sagt uppsögn sína tilhæfulausa. Lögmaður hennar, Sigurður G. Guðjónsson sendi bréf til framkvæmdastjóra ON í gær og bíður nú svars. „Ég bauð þeim að ræða við mig um frekari greiðslur og bætur en hef ekki fengið svar við því. Býst ekki við því í dag, nú eru menn komnir í jólagjafastuð hjá Orkuveitunni,“ segir Sigurður G. í samtali við Vísi.Telja málið óuppgert Uppsögn Áslaugar Thelmu hratt af stað OR-málinu sem var mjög til umfjöllunar fyrr í vetur, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Í kjölfarið var Bjarni Már Júlíussyni framkvæmdastjóri ON rekinn og Bjarni Bjarnason forstjóri steig til hliðar í tvo mánuði meðan fram fór mikil rannsókn á innra starfi OR og vinnustaðamenningu þar. Helga Jónsdóttir gegndi stöðu forstjóra í millitíðinni. OR-málið telst tvímælalaust til stærri fréttamála ársins.Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi.vísir/vilhelmSigurður segir að hann og skjólstæðingur hans telji málinu ekki lokið þó fyrir liggi skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. „Við erum að skoða það og höfum sent ON þau skilaboð að við teljum eftir sem áður, þrátt fyrir þessa rannsóknarskýrslu, að uppsögn hennar hafi verið ólögmæt. Meðal annars vegna þess hvernig staðið var að henni. Það hefur ON nú fengið að vita on með bréfi minn sem er stílað á framkvæmdastjóra þess ágæta félags.“Segir brottreksturinn tilhæfulausan Sigurður G. segir að auðvitað sé það svo að fyrirtæki hljóti að hafa rétt til að segja starfsfólki upp, um það sé ekki deilt. En, ekki er sama hvernig að því er staðið. „Þegar starfsmaður hefur kvartað undan yfirmanni eins og Áslaug hafði sannarlega gert, þá er brugðið á það ráð að segja henni upp. það gerir sá yfirmaður sem hún kvartaði undan,“ segir Sigurður G. og telur að þá horfi málið öðru vísi við. Þá sé uppi allt önnur staða.Bjarni Már og Áslaug Thelma voru bæði rekin frá ON en brottrekstur þeirra var upphaf OR-málsins sem tvímælalaust er eitt af stærri fréttamálum ársins.„Og þessi historía um að hún hafi ekki verið starfi sínu vaxin,“ segir Sigurður; hún fær ekki staðist. Hann rekur það að Áslaug Thelma hafi verið valin úr hundrað manna hópi umsækjenda á sínum tíma til að sinna tilteknu afmörkuðu verkefni. Í kjölfarið var henni falið að sinna frekari verkefnum, hún hafi haft hitt og þetta á sinni könnu án þess að hafa notið stuðnings frá fyrirtækinu sem talað hafði verið um.KOM og Andrés Jónsson kallaðir til „Aldrei var fundið að störfum hennar en hún er svo rekin í kjölfar þess að hún kvartar undan yfirmanni. Og þegar kvartað hefur verið undan kynbundu áreiti koma jafnréttislög til sögunnar. Og kvartanir hennar eru að einhverju leyti staðfestar, maðurinn sem rak hana var rekinn þannig að eitthvað hlýtur hún að hafa haft til síns máls.“ Lögmaðurinn segir að þetta sé ekki einfalt mál en það verði að skoða betur. Og skipti þá engu „þó þeir hafi verið svo góðir að afhenda henni tvo mánuði í viðbót í uppsagnarfrest meðan þeir voru að rannsaka þetta. Ég held að rétt sé að skoða nánar hvort þeim beri ekki að greiða henni meira, auk þess að sem orðspor hennar hefur verið skaðað. Þeir réðu PR-skrifstofu; KOM, Andrés Jónsson og einhverja fleiri til að halda því að þjóðinni að hún hafi verið vonlaus starfsmaður.“ Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent bréf til ON en hann telur mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur óuppgerð. Hann telur ON skulda henni bætur og segir að auki fyrirtækið hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor hennar. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru (ON), vill ekki una því hvernig staðið var að starfslokum hennar en hún hefur ávallt sagt uppsögn sína tilhæfulausa. Lögmaður hennar, Sigurður G. Guðjónsson sendi bréf til framkvæmdastjóra ON í gær og bíður nú svars. „Ég bauð þeim að ræða við mig um frekari greiðslur og bætur en hef ekki fengið svar við því. Býst ekki við því í dag, nú eru menn komnir í jólagjafastuð hjá Orkuveitunni,“ segir Sigurður G. í samtali við Vísi.Telja málið óuppgert Uppsögn Áslaugar Thelmu hratt af stað OR-málinu sem var mjög til umfjöllunar fyrr í vetur, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Í kjölfarið var Bjarni Már Júlíussyni framkvæmdastjóri ON rekinn og Bjarni Bjarnason forstjóri steig til hliðar í tvo mánuði meðan fram fór mikil rannsókn á innra starfi OR og vinnustaðamenningu þar. Helga Jónsdóttir gegndi stöðu forstjóra í millitíðinni. OR-málið telst tvímælalaust til stærri fréttamála ársins.Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi.vísir/vilhelmSigurður segir að hann og skjólstæðingur hans telji málinu ekki lokið þó fyrir liggi skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. „Við erum að skoða það og höfum sent ON þau skilaboð að við teljum eftir sem áður, þrátt fyrir þessa rannsóknarskýrslu, að uppsögn hennar hafi verið ólögmæt. Meðal annars vegna þess hvernig staðið var að henni. Það hefur ON nú fengið að vita on með bréfi minn sem er stílað á framkvæmdastjóra þess ágæta félags.“Segir brottreksturinn tilhæfulausan Sigurður G. segir að auðvitað sé það svo að fyrirtæki hljóti að hafa rétt til að segja starfsfólki upp, um það sé ekki deilt. En, ekki er sama hvernig að því er staðið. „Þegar starfsmaður hefur kvartað undan yfirmanni eins og Áslaug hafði sannarlega gert, þá er brugðið á það ráð að segja henni upp. það gerir sá yfirmaður sem hún kvartaði undan,“ segir Sigurður G. og telur að þá horfi málið öðru vísi við. Þá sé uppi allt önnur staða.Bjarni Már og Áslaug Thelma voru bæði rekin frá ON en brottrekstur þeirra var upphaf OR-málsins sem tvímælalaust er eitt af stærri fréttamálum ársins.„Og þessi historía um að hún hafi ekki verið starfi sínu vaxin,“ segir Sigurður; hún fær ekki staðist. Hann rekur það að Áslaug Thelma hafi verið valin úr hundrað manna hópi umsækjenda á sínum tíma til að sinna tilteknu afmörkuðu verkefni. Í kjölfarið var henni falið að sinna frekari verkefnum, hún hafi haft hitt og þetta á sinni könnu án þess að hafa notið stuðnings frá fyrirtækinu sem talað hafði verið um.KOM og Andrés Jónsson kallaðir til „Aldrei var fundið að störfum hennar en hún er svo rekin í kjölfar þess að hún kvartar undan yfirmanni. Og þegar kvartað hefur verið undan kynbundu áreiti koma jafnréttislög til sögunnar. Og kvartanir hennar eru að einhverju leyti staðfestar, maðurinn sem rak hana var rekinn þannig að eitthvað hlýtur hún að hafa haft til síns máls.“ Lögmaðurinn segir að þetta sé ekki einfalt mál en það verði að skoða betur. Og skipti þá engu „þó þeir hafi verið svo góðir að afhenda henni tvo mánuði í viðbót í uppsagnarfrest meðan þeir voru að rannsaka þetta. Ég held að rétt sé að skoða nánar hvort þeim beri ekki að greiða henni meira, auk þess að sem orðspor hennar hefur verið skaðað. Þeir réðu PR-skrifstofu; KOM, Andrés Jónsson og einhverja fleiri til að halda því að þjóðinni að hún hafi verið vonlaus starfsmaður.“
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38