Lýsir kynferðislegri áreitni aðalleikarans í kjölfar frétta af milljónasamkomulagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 08:16 Eliza Dushku er m.a. þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer og kvikmyndinni Bring it On. Getty/Scott Eisen Bandaríska leikkonan Eliza Dushku hefur rofið þögnina um kynferðislega áreitni sem hún segist hafa orðið fyrir við tökur á þáttunum Bull sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni CBS. Dushku stígur fram eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði þegið 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman milljarð íslenskra króna, í sáttagreiðslu frá stjórnendum sjónvarpsstöðvarinnar vegna málsins. Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði fyrst fjölmiðla um milljónasamning CBS og Dushku. Í frétt blaðsins kemur fram að hún hafi sakað aðalleikara þáttanna Bull, Michael Weatherly, um að hafa m.a. talað ítrekað um útlit hennar, sagt nauðgunarbrandara og haft uppi frekari kynferðislegar aðdróttanir. Í kjölfarið hafi CBS ákveðið að reiða fram áðurnefndan milljarð, gegn því að Dushku tjáði sig ekki um málið opinberlega. Rekin vegna þess að hún vildi ekki vera áreitt Í pistli sem Dushku ritar og birtist í Boston Globe í gær segir hún að sér hafi hins vegar snúist hugur í ljósi þess að bæði Weatherly og framleiðandi þáttanna, Glenn Gordon Caron, sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. Dushku og Weatherly í hlutverkum sínum sem J.P. Nunnelly og Jason Bull í samnefndum þáttum.Vísit/Getty Dushku, sem lék í þremur þáttum annarrar seríu Bull sem sýndir voru í fyrra, segir yfirlýsingarnar ekki í samræmi við það sem gerðist í raun og veru. Hún segir ekki um að ræða „orð gegn orði“ heldur fullyrðir hún að áreitni Weatherly hafi náðst á myndband. Dushku hafnar því jafnframt að hún hafi ekki getað „tekið gríni“, líkt og Weatherly hélt fram í yfirlýsingu sinni. „Svona rökstyður gerandi hegðun sína þegar hann er gripinn glóðvolgur,“ skrifar Dushku og bætir við að hún sé þaulvön grófum talsmáta af hálfu karlmanna í bransanum. Hegðun Weatherly hafi hins vegar tekið út fyrir allan þjófabálk. „Ég vil ekki heyra á það minnst að mig „skorti skopskyn“ eða geti ekki tekið gríni. Ég brást ekki of harkalega við. Ég þáði starf og, vegna þess að ég vildi ekki vera áreitt, var rekin.“ Bauð henni í „nauðgunarrútu“ Þá lýsir Dushku áreitninni ítarlega í pistlinum. Hún greinir til að mynda frá því að Weatherly hafi boðið henni í „nauðgunarrútuna“ sína, spilað lög með kynferðislegum textum úr síma sínum þegar hún gekk hjá og lýst yfir löngun sinni til að stunda með henni kynlíf fyrir framan hóp af samstarfsfélögum þeirra. Dushku segir Weatherly einnig hafa montað sig af nánum vinskap sínum við Les Moonves, forstjóra CBS, sem lét af störfum hjá stöðinni í haust eftir fjölmargar ásakanir um kynferðisbrot í starfi. Hún fullyrðir jafnframt að eftir að hún ræddi áreitnina og vanlíðan sína við Weatherley hafi hún verið rekin úr þáttunum og þar með var úti möguleiki hennar á aðalhlutverki, líkt og kveðið hafði verið á um í samningi. Pistil Dushku má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Bandaríska leikkonan Eliza Dushku hefur rofið þögnina um kynferðislega áreitni sem hún segist hafa orðið fyrir við tökur á þáttunum Bull sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni CBS. Dushku stígur fram eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði þegið 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman milljarð íslenskra króna, í sáttagreiðslu frá stjórnendum sjónvarpsstöðvarinnar vegna málsins. Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði fyrst fjölmiðla um milljónasamning CBS og Dushku. Í frétt blaðsins kemur fram að hún hafi sakað aðalleikara þáttanna Bull, Michael Weatherly, um að hafa m.a. talað ítrekað um útlit hennar, sagt nauðgunarbrandara og haft uppi frekari kynferðislegar aðdróttanir. Í kjölfarið hafi CBS ákveðið að reiða fram áðurnefndan milljarð, gegn því að Dushku tjáði sig ekki um málið opinberlega. Rekin vegna þess að hún vildi ekki vera áreitt Í pistli sem Dushku ritar og birtist í Boston Globe í gær segir hún að sér hafi hins vegar snúist hugur í ljósi þess að bæði Weatherly og framleiðandi þáttanna, Glenn Gordon Caron, sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. Dushku og Weatherly í hlutverkum sínum sem J.P. Nunnelly og Jason Bull í samnefndum þáttum.Vísit/Getty Dushku, sem lék í þremur þáttum annarrar seríu Bull sem sýndir voru í fyrra, segir yfirlýsingarnar ekki í samræmi við það sem gerðist í raun og veru. Hún segir ekki um að ræða „orð gegn orði“ heldur fullyrðir hún að áreitni Weatherly hafi náðst á myndband. Dushku hafnar því jafnframt að hún hafi ekki getað „tekið gríni“, líkt og Weatherly hélt fram í yfirlýsingu sinni. „Svona rökstyður gerandi hegðun sína þegar hann er gripinn glóðvolgur,“ skrifar Dushku og bætir við að hún sé þaulvön grófum talsmáta af hálfu karlmanna í bransanum. Hegðun Weatherly hafi hins vegar tekið út fyrir allan þjófabálk. „Ég vil ekki heyra á það minnst að mig „skorti skopskyn“ eða geti ekki tekið gríni. Ég brást ekki of harkalega við. Ég þáði starf og, vegna þess að ég vildi ekki vera áreitt, var rekin.“ Bauð henni í „nauðgunarrútu“ Þá lýsir Dushku áreitninni ítarlega í pistlinum. Hún greinir til að mynda frá því að Weatherly hafi boðið henni í „nauðgunarrútuna“ sína, spilað lög með kynferðislegum textum úr síma sínum þegar hún gekk hjá og lýst yfir löngun sinni til að stunda með henni kynlíf fyrir framan hóp af samstarfsfélögum þeirra. Dushku segir Weatherly einnig hafa montað sig af nánum vinskap sínum við Les Moonves, forstjóra CBS, sem lét af störfum hjá stöðinni í haust eftir fjölmargar ásakanir um kynferðisbrot í starfi. Hún fullyrðir jafnframt að eftir að hún ræddi áreitnina og vanlíðan sína við Weatherley hafi hún verið rekin úr þáttunum og þar með var úti möguleiki hennar á aðalhlutverki, líkt og kveðið hafði verið á um í samningi. Pistil Dushku má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47