Umhverfismálin komin á dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum. Það er ótrúlega gaman og gefandi að starfa með fólki vítt og breitt í samfélaginu sem keppist við að gera allt sem mögulegt er til að vinna umhverfinu heilt.Friðlýsingar farnar í gang Eitt af mínum hjartans málum er náttúruvernd. Undanfarin ár hefur gengið alltof hægt að friðlýsa svæði sem Alþingi hefur þegar samþykkt að skuli friðlýst. Nú hefur breyting orðið á og friðlýsingar eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Sem ráðherra setti ég saman teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Meðal verkefna sem komin eru í kynningu eru friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki gildandi rammaáætlunar og áform um friðlýsingu tveggja svæða sem hafa verið undir miklu álagi ferðamanna: Annars vegar Reykjadals og Grænsdals í Ölfusi og hins vegar Gjárinnar og fleiri staða í Þjórsárdal. Mér þótti einnig mikilvægt að áhrif friðlýsinga á efnahag yrðu rannsökuð frekar og fyrir liggur umfangsmikil rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ sem fram fór vítt og breitt um landið og sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Við vitum að friðlýsingar eru mikilvægar náttúrunnar vegna en nú hefur verið sýnt fram á að þær hreinlega margborga sig – á fjölmarga vegu. Fleiri rannsókna- og þróunarverkefni eru í gangi, auk þess sem fjárframlög til að verja náttúruna á svæðum undir álagi ferðamanna hafa verið stóraukin, ekki síst á friðlýstum svæðum. Til að efla fræðslu um friðlýst svæði, leiðbeina um umgengni og auka jákvæða upplifun fólks af náttúru landsins verður landvarsla síðan aukin frá og með árinu í ár. Stærsta náttúruverndarverkefnið er þó án efa stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Kveðið er á um stofnun þjóðgarðsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúningur fyrir hann er í góðum höndum hjá þverpólitískri nefnd sem ég skipaði og tók til starfa síðastliðið vor. Fyrstu verkefni nefndarinnar hafa þegar verið kynnt. Miðhálendisþjóðgarður markar straumhvörf í náttúruvernd á Íslandi.Gjáin í Þjórsárdal.MYND/HUGI ÓLAFSSONLoftslagsmál, plast og sóun Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega áskorunin sem við Jarðarbúar stöndum frammi fyrir. Nú liggur fyrir fyrsta útgáfa af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland og það hefur verið frábært að fylgjast með móttökunum. Fram undan eru stórtækar aðgerðir við að binda kolefni úr andrúmslofti og að hætta brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum hér á landi og nota heldur innlenda og endurnýjanlega orkugjafa. Þá verður í fyrsta skipti varið fjármagni sérstaklega til nýsköpunar á sviði loftslagsmála með stofnun Loftslagssjóðs, auk margra fleiri aðgerða. Annað sem ég legg þunga áherslu á er að berjast gegn plastmengun, óþarfa neyslu og sóun. Við getum ekki haldið áfram að umgangast Jörðina okkar eins og við höfum gert og verðum að hætta að líta á hluti sem einnota. Hvert og eitt getum við tekið ótal skref í daglegu lífi okkar til að breyta þessu en nauðsynlegra stjórnvaldsaðgerða er einnig þörf. Ég mun gera mitt til að þær verði að veruleika. Fyrir liggja tillögur starfshóps um aðgerðir varðandi plastmengun, á næstunni legg ég fram frumvarp um bann við afhendingu burðarplastpoka og ráðuneytið hefur stutt átaksverkefni Umhverfisstofnunar og frjálsra félagasamtaka til að draga bæði úr plastnotkun og matarsóun.Aukin aðkoma almennings Að lokum langar mig að nefna mikilvægi þess að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál og að sú aðkoma verði aukin fyrr í ferli ákvarðanatöku en raunin hefur verið. Þessu hafa raunar bæði umhverfisverndarsamtök og framkvæmdaaðilar kallað eftir. Til að vinna þessu brautargengi hef ég sett í gang heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum og látið vinna áætlun um eftirfylgni Árósasamningsins. Þá munu fjárveitingar til reksturs umhverfisverndarsamtaka verða auknar um helming í ár og aftur á næsta ári. Framlög til umhverfismála hafa stóraukist í tíð núverandi stjórnar og hafa raunar aldrei verið neitt í líkingu við það sem nú er. Ég er spenntur fyrir því sem fram undan er og hlakka til að halda baráttunni áfram. Árið 2019, kom þú fagnandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum. Það er ótrúlega gaman og gefandi að starfa með fólki vítt og breitt í samfélaginu sem keppist við að gera allt sem mögulegt er til að vinna umhverfinu heilt.Friðlýsingar farnar í gang Eitt af mínum hjartans málum er náttúruvernd. Undanfarin ár hefur gengið alltof hægt að friðlýsa svæði sem Alþingi hefur þegar samþykkt að skuli friðlýst. Nú hefur breyting orðið á og friðlýsingar eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Sem ráðherra setti ég saman teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Meðal verkefna sem komin eru í kynningu eru friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki gildandi rammaáætlunar og áform um friðlýsingu tveggja svæða sem hafa verið undir miklu álagi ferðamanna: Annars vegar Reykjadals og Grænsdals í Ölfusi og hins vegar Gjárinnar og fleiri staða í Þjórsárdal. Mér þótti einnig mikilvægt að áhrif friðlýsinga á efnahag yrðu rannsökuð frekar og fyrir liggur umfangsmikil rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ sem fram fór vítt og breitt um landið og sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Við vitum að friðlýsingar eru mikilvægar náttúrunnar vegna en nú hefur verið sýnt fram á að þær hreinlega margborga sig – á fjölmarga vegu. Fleiri rannsókna- og þróunarverkefni eru í gangi, auk þess sem fjárframlög til að verja náttúruna á svæðum undir álagi ferðamanna hafa verið stóraukin, ekki síst á friðlýstum svæðum. Til að efla fræðslu um friðlýst svæði, leiðbeina um umgengni og auka jákvæða upplifun fólks af náttúru landsins verður landvarsla síðan aukin frá og með árinu í ár. Stærsta náttúruverndarverkefnið er þó án efa stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Kveðið er á um stofnun þjóðgarðsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúningur fyrir hann er í góðum höndum hjá þverpólitískri nefnd sem ég skipaði og tók til starfa síðastliðið vor. Fyrstu verkefni nefndarinnar hafa þegar verið kynnt. Miðhálendisþjóðgarður markar straumhvörf í náttúruvernd á Íslandi.Gjáin í Þjórsárdal.MYND/HUGI ÓLAFSSONLoftslagsmál, plast og sóun Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega áskorunin sem við Jarðarbúar stöndum frammi fyrir. Nú liggur fyrir fyrsta útgáfa af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland og það hefur verið frábært að fylgjast með móttökunum. Fram undan eru stórtækar aðgerðir við að binda kolefni úr andrúmslofti og að hætta brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum hér á landi og nota heldur innlenda og endurnýjanlega orkugjafa. Þá verður í fyrsta skipti varið fjármagni sérstaklega til nýsköpunar á sviði loftslagsmála með stofnun Loftslagssjóðs, auk margra fleiri aðgerða. Annað sem ég legg þunga áherslu á er að berjast gegn plastmengun, óþarfa neyslu og sóun. Við getum ekki haldið áfram að umgangast Jörðina okkar eins og við höfum gert og verðum að hætta að líta á hluti sem einnota. Hvert og eitt getum við tekið ótal skref í daglegu lífi okkar til að breyta þessu en nauðsynlegra stjórnvaldsaðgerða er einnig þörf. Ég mun gera mitt til að þær verði að veruleika. Fyrir liggja tillögur starfshóps um aðgerðir varðandi plastmengun, á næstunni legg ég fram frumvarp um bann við afhendingu burðarplastpoka og ráðuneytið hefur stutt átaksverkefni Umhverfisstofnunar og frjálsra félagasamtaka til að draga bæði úr plastnotkun og matarsóun.Aukin aðkoma almennings Að lokum langar mig að nefna mikilvægi þess að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál og að sú aðkoma verði aukin fyrr í ferli ákvarðanatöku en raunin hefur verið. Þessu hafa raunar bæði umhverfisverndarsamtök og framkvæmdaaðilar kallað eftir. Til að vinna þessu brautargengi hef ég sett í gang heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum og látið vinna áætlun um eftirfylgni Árósasamningsins. Þá munu fjárveitingar til reksturs umhverfisverndarsamtaka verða auknar um helming í ár og aftur á næsta ári. Framlög til umhverfismála hafa stóraukist í tíð núverandi stjórnar og hafa raunar aldrei verið neitt í líkingu við það sem nú er. Ég er spenntur fyrir því sem fram undan er og hlakka til að halda baráttunni áfram. Árið 2019, kom þú fagnandi!
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun