Erdogan neitaði að hitta Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 12:10 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira