Teitur fagnaði hreyfingu Elvars eins og hann hefði skorað mark í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 09:30 Elvar Már Friðriksson. Mynd/S2 Sport Ein stjarna skein skærast á gólfinu í Keflavík í gær þegar Njarðvíkingar unnu Reykjanesbæjarslaginn og komust fyrir vikið einir í toppsæti Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu hins smáa en knáa bakvarðar Njarðvíkurliðsins Elvars Más Friðrikssonar sem skoraði 32 stig í leiknum og leiddi sitt lið til sigurs. Elvar var einnig með 12 fráköst, 3 stoðsendingar og hitti úr 60 prósent skota sinna í leiknum. Hann skilaði 33 framlagsstigum til Njarðvíkurliðsins. Njarðvíkingar hafa ekki tapað með Elvar innanborðs í deildinni í vetur. „Það var unun að horfa á hvernig hann spilaði annan leikhlutann, bæði hvernig hann fór að körfunni og hvernig hann setti niður þrista eða var að finna leikmenn. Hann er einnig orðinn gríðarlega öflugur að klára hraðaupphlaupin sín,“ sagði Hermann Hauksson, einn spekinganna í Körfuboltakvöldi. Körfuboltakvöldið sýndi um leið nokkrar frábærar körfur frá Elvari í leiknum og þar á meðal eina þar sem hann setti allt Keflavíkurliðið niður á hælana áður en hann skoraði úr laglegu sniðskoti. „Teitur (Örlygsson) fagnaði þessari hreyfingu eins og hann hefði skorað mark í fótbolta,“ sagði Hermann en Teitur Örlysson er eins og flestir vita dáðasti sonur Njarðvíkur og mikill stuðningsmaður liðsins sem hann vann tíu Íslandsmeistaratitla með. „Hann skorar allar stóru körfurnar og á öll stóru „playin“. Svo fyrir utan það sem hann er að gera í sóknarleiknum þá er hann einnig frábær varnarmaður,“ sagði Hermann. „Tölurnar hans eru keimlíkar tölurnar hans Craion en þar erum við að tala um senter og leikstjórnanda,“ sagði Teitur Örlygsson en bandaríski miðherji Keflvíkinga var með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á móti 32 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum frá Elvari. Það má finna allt innslagið um Elvar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Frábær frammistaða Elvars á móti Keflavík Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Ein stjarna skein skærast á gólfinu í Keflavík í gær þegar Njarðvíkingar unnu Reykjanesbæjarslaginn og komust fyrir vikið einir í toppsæti Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu hins smáa en knáa bakvarðar Njarðvíkurliðsins Elvars Más Friðrikssonar sem skoraði 32 stig í leiknum og leiddi sitt lið til sigurs. Elvar var einnig með 12 fráköst, 3 stoðsendingar og hitti úr 60 prósent skota sinna í leiknum. Hann skilaði 33 framlagsstigum til Njarðvíkurliðsins. Njarðvíkingar hafa ekki tapað með Elvar innanborðs í deildinni í vetur. „Það var unun að horfa á hvernig hann spilaði annan leikhlutann, bæði hvernig hann fór að körfunni og hvernig hann setti niður þrista eða var að finna leikmenn. Hann er einnig orðinn gríðarlega öflugur að klára hraðaupphlaupin sín,“ sagði Hermann Hauksson, einn spekinganna í Körfuboltakvöldi. Körfuboltakvöldið sýndi um leið nokkrar frábærar körfur frá Elvari í leiknum og þar á meðal eina þar sem hann setti allt Keflavíkurliðið niður á hælana áður en hann skoraði úr laglegu sniðskoti. „Teitur (Örlygsson) fagnaði þessari hreyfingu eins og hann hefði skorað mark í fótbolta,“ sagði Hermann en Teitur Örlysson er eins og flestir vita dáðasti sonur Njarðvíkur og mikill stuðningsmaður liðsins sem hann vann tíu Íslandsmeistaratitla með. „Hann skorar allar stóru körfurnar og á öll stóru „playin“. Svo fyrir utan það sem hann er að gera í sóknarleiknum þá er hann einnig frábær varnarmaður,“ sagði Hermann. „Tölurnar hans eru keimlíkar tölurnar hans Craion en þar erum við að tala um senter og leikstjórnanda,“ sagði Teitur Örlygsson en bandaríski miðherji Keflvíkinga var með 34 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á móti 32 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum frá Elvari. Það má finna allt innslagið um Elvar í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Frábær frammistaða Elvars á móti Keflavík
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira