Elvar Már: Erfiðara að verða þreyttur í þessum leikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. janúar 2019 21:27 Elvar Már Friðriksson vísir/daníel „Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum