Smygl á fólki birtist með skýrari hætti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2019 19:30 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“ Lögreglumál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“
Lögreglumál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira