Svo lærir sem lifir Lilja Alfreðsdóttir skrifar 8. janúar 2019 07:00 „Hvað lærðir þú í dag?“ er algeng spurning á heimilum á þessum tíma árs. Börn og ungmenni eru eflaust flest vön slíkum spurningum og viðbúin því að greina frá viðfangsefnum dagsins. En þessi spurning getur alveg átt við fleiri en námsmenn. Þetta er nefnilega líka árstíminn þegar margir huga að því hvernig hægt sé að gera lífið betra. Slík betrun getur meðal annars falist í því að huga að heilsunni, hlúa að fjölskyldu og vinum eða bæta við sig þekkingu. Vera má að eitt af nýársheitum margra sé að fara í nám eða á námskeið. Þar eru ýmsir valkostir í boði en fræðsluaðilar og skólar um allt land keppast nú við að kynna námsleiðir sínar, þjónustu og ráðgjöf. Meðvitund okkar um mikilvægi símenntunar hefur enda aukist töluvert. Við vitum að menntun er æviverk og nám getur farið fram með ýmsum hætti. Símenntun einskorðast ekki við stofnanir eða staði og núorðið er auðveldara að fá hæfni sína metna óháð því hvernig hennar var aflað.Námstækifærin blasa víða við Á tímum mikilla breytinga þurfum við öll að huga að þróun okkar eigin hæfni og þekkingar og leyfa forvitninni og fróðleiksþorstanum að ráða för. Námstækifærin blasa víða við og galdurinn virðist vera að velja og hafna úr hafsjó upplýsinga og að þekkja réttindi sín og áhugasvið. Því þegar vel er á málum haldið er aukin menntun í víðum skilningi tæki til jafnaðar og ábata fyrir alla. Eftir því sem tæknibreytingar og þróun samfélagsins verður hraðari því mikilvægara er að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum menntunartækifærum, s.s. símenntun og framhaldsfræðslu. Það er okkar hlutverk að skapa aðstæður fyrir fjölbreytilega þekkingarmiðlun en í því samhengi má nefna að á vettvangi mennta- og menningarmálaráðuneytisins er nú m.a. unnið að endurskoðun laga um fullorðinsfræðslu og að frumvarpi um lýðskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Hvað lærðir þú í dag?“ er algeng spurning á heimilum á þessum tíma árs. Börn og ungmenni eru eflaust flest vön slíkum spurningum og viðbúin því að greina frá viðfangsefnum dagsins. En þessi spurning getur alveg átt við fleiri en námsmenn. Þetta er nefnilega líka árstíminn þegar margir huga að því hvernig hægt sé að gera lífið betra. Slík betrun getur meðal annars falist í því að huga að heilsunni, hlúa að fjölskyldu og vinum eða bæta við sig þekkingu. Vera má að eitt af nýársheitum margra sé að fara í nám eða á námskeið. Þar eru ýmsir valkostir í boði en fræðsluaðilar og skólar um allt land keppast nú við að kynna námsleiðir sínar, þjónustu og ráðgjöf. Meðvitund okkar um mikilvægi símenntunar hefur enda aukist töluvert. Við vitum að menntun er æviverk og nám getur farið fram með ýmsum hætti. Símenntun einskorðast ekki við stofnanir eða staði og núorðið er auðveldara að fá hæfni sína metna óháð því hvernig hennar var aflað.Námstækifærin blasa víða við Á tímum mikilla breytinga þurfum við öll að huga að þróun okkar eigin hæfni og þekkingar og leyfa forvitninni og fróðleiksþorstanum að ráða för. Námstækifærin blasa víða við og galdurinn virðist vera að velja og hafna úr hafsjó upplýsinga og að þekkja réttindi sín og áhugasvið. Því þegar vel er á málum haldið er aukin menntun í víðum skilningi tæki til jafnaðar og ábata fyrir alla. Eftir því sem tæknibreytingar og þróun samfélagsins verður hraðari því mikilvægara er að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum menntunartækifærum, s.s. símenntun og framhaldsfræðslu. Það er okkar hlutverk að skapa aðstæður fyrir fjölbreytilega þekkingarmiðlun en í því samhengi má nefna að á vettvangi mennta- og menningarmálaráðuneytisins er nú m.a. unnið að endurskoðun laga um fullorðinsfræðslu og að frumvarpi um lýðskóla.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar