Varahlutir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 7. janúar 2019 07:00 Nú á ríkið úr manni innmatinn. Þegar maður er dauður! Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Það má ráðstafa úr manni innvolsinu að manni forspurðum rétt um leið og maður gefur upp öndina. Græða þetta í ólíklegustu fósa. Jafnvel lifrina – verði þeim að varastykkinu því! Nei, hér er eitthvað skakkt. Það er alveg sama með hvaða hætti er um okkur fjallað mannskepnurnar, alltaf er hamrað á því að maður ráði yfir eigin líkama. Þannig ræður móðir ófædds barns yfir eigin líkama, sem vill reyndar einnig til að er líkami barnsins, ef á mér er káfað af mistækum pervert þá er það mín líðan sem ræður enda ég fyrirsvarsmaður míns kjöts. Ráðist að mér slúbbert í Reykjavík – sem oft getur hent – og hann rifið af mér eyra eða lamið úr mér tönn þá eru upp stignir úr nánast sama holræsi og ódæðið var framið, lögmenn, sem hrópa: „Áttu rétt á bótum?“ Það er sama hvað, maður á sinn kropp, gler og innihald. Hvergi efar nokkur maður að þetta gums sem myndar Guðmund sé hans lögmæta eign og hafi varnarþing í þeim búk. Og er það þá þing nokkuð. En svo deyr maður, enda stefnir tilveran að því, og þá á maður ekki neitt, ræður ekki neitt við neitt og það er útvistað úr manni innmatnum eins og maður hafi aldrei verið annað en gangandi veisluþjónusta. Og sjálfsagt græðir einhver brismógúll á öllu saman, milta og nýrum – eða haldið þið að svona nokkuð verði haft félagslegt er fram líða stundir? Ágætu lesendur. Nú eruð þið ríkiskroppar nema annað sé tekið fram og á ykkur hangi skjal sem forbjóði brask með blóðrík innstykkin. Ég segi nei! Ég seldi ekki einu sinni Löduna mína í varahluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á ríkið úr manni innmatinn. Þegar maður er dauður! Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Það má ráðstafa úr manni innvolsinu að manni forspurðum rétt um leið og maður gefur upp öndina. Græða þetta í ólíklegustu fósa. Jafnvel lifrina – verði þeim að varastykkinu því! Nei, hér er eitthvað skakkt. Það er alveg sama með hvaða hætti er um okkur fjallað mannskepnurnar, alltaf er hamrað á því að maður ráði yfir eigin líkama. Þannig ræður móðir ófædds barns yfir eigin líkama, sem vill reyndar einnig til að er líkami barnsins, ef á mér er káfað af mistækum pervert þá er það mín líðan sem ræður enda ég fyrirsvarsmaður míns kjöts. Ráðist að mér slúbbert í Reykjavík – sem oft getur hent – og hann rifið af mér eyra eða lamið úr mér tönn þá eru upp stignir úr nánast sama holræsi og ódæðið var framið, lögmenn, sem hrópa: „Áttu rétt á bótum?“ Það er sama hvað, maður á sinn kropp, gler og innihald. Hvergi efar nokkur maður að þetta gums sem myndar Guðmund sé hans lögmæta eign og hafi varnarþing í þeim búk. Og er það þá þing nokkuð. En svo deyr maður, enda stefnir tilveran að því, og þá á maður ekki neitt, ræður ekki neitt við neitt og það er útvistað úr manni innmatnum eins og maður hafi aldrei verið annað en gangandi veisluþjónusta. Og sjálfsagt græðir einhver brismógúll á öllu saman, milta og nýrum – eða haldið þið að svona nokkuð verði haft félagslegt er fram líða stundir? Ágætu lesendur. Nú eruð þið ríkiskroppar nema annað sé tekið fram og á ykkur hangi skjal sem forbjóði brask með blóðrík innstykkin. Ég segi nei! Ég seldi ekki einu sinni Löduna mína í varahluti.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun