Afmælisbarnið Davíð Þorláksson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Það finnst fæstum gaman að eiga afmæli í kringum jól og áramót. Afmælisbörnin eiga það til að gleymast í öllu tilstandinu. Lokanir vegna frídaga og vörutalninga gera það að verkum að afmælisgjafirnar verða oft óspennandi. Ný þurrkublöð eða ilmspjald í bílinn jafnvel það eina sem er í boði. Þannig hefur það verið með afmælisbarn gærdagsins, EES-samninginn. Í gær voru 25 ár liðin frá því að hann tók gildi. Samningurinn ber aldurinn vel og hefur fært okkur foreldrum hans mikla gæfu. Hann hefur fært okkur frelsi á ýmsum sviðum og aðgang að innri markaði Evrópu sem er gulls ígildi fyrir útflutningsgreinar og þar með alla landsmenn. Það verður þó seint sagt að hinir íslensku foreldrar samningsins hafi sinnt honum sérstaklega vel. Það hefur gengið hægt og misvel að innleiða þær reglur Evrópusambandsins sem okkur ber að gera á grundvelli hans. Þar hafa norsku foreldrarnir staðið sig mun betur. Það er líka leiðinleg tilhneiging hjá íslensku foreldrunum að fara of oft mest íþyngjandi leiðirnar að því að innleiða reglur samningsins. Þar er nýja persónuverndarlöggjöfin nýjasta dæmið. Við þyrftum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðstofnana til að taka af allan vafa um það. Þótt samningurinn sé nú orðinn hálfþrítugur þarf samt sýna honum ást og umhyggju. Við þurfum að standa okkur betur í að uppfylla skyldur okkar við hann. Við njótum mun meira góðs af honum heldur en Evrópusambandið. Það er því alls ekki sjálfsagt að við fáum að njóta hans eins lengi og við viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það finnst fæstum gaman að eiga afmæli í kringum jól og áramót. Afmælisbörnin eiga það til að gleymast í öllu tilstandinu. Lokanir vegna frídaga og vörutalninga gera það að verkum að afmælisgjafirnar verða oft óspennandi. Ný þurrkublöð eða ilmspjald í bílinn jafnvel það eina sem er í boði. Þannig hefur það verið með afmælisbarn gærdagsins, EES-samninginn. Í gær voru 25 ár liðin frá því að hann tók gildi. Samningurinn ber aldurinn vel og hefur fært okkur foreldrum hans mikla gæfu. Hann hefur fært okkur frelsi á ýmsum sviðum og aðgang að innri markaði Evrópu sem er gulls ígildi fyrir útflutningsgreinar og þar með alla landsmenn. Það verður þó seint sagt að hinir íslensku foreldrar samningsins hafi sinnt honum sérstaklega vel. Það hefur gengið hægt og misvel að innleiða þær reglur Evrópusambandsins sem okkur ber að gera á grundvelli hans. Þar hafa norsku foreldrarnir staðið sig mun betur. Það er líka leiðinleg tilhneiging hjá íslensku foreldrunum að fara of oft mest íþyngjandi leiðirnar að því að innleiða reglur samningsins. Þar er nýja persónuverndarlöggjöfin nýjasta dæmið. Við þyrftum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðstofnana til að taka af allan vafa um það. Þótt samningurinn sé nú orðinn hálfþrítugur þarf samt sýna honum ást og umhyggju. Við þurfum að standa okkur betur í að uppfylla skyldur okkar við hann. Við njótum mun meira góðs af honum heldur en Evrópusambandið. Það er því alls ekki sjálfsagt að við fáum að njóta hans eins lengi og við viljum.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun