Vilja margfeldiskosningu í Högum í júní Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. janúar 2019 09:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga. 365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38