Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend „Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58
Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15
Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58