Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend „Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
„Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58
Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15
Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58