Fiskistofuskýrslan staðfestir það sem stofnunin hefur sjálf ítrekað bent á Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend „Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Mér finnst þessi úttekt góð og vönduð af hálfu Ríkisendurskoðunar. Það sem maður tekur út úr þessari skýrslu er að hún staðfestir það sem Fiskistofa hefur ítrekað bent á,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni sem kynnt var í gær. Niðurstaðan er að þröngur kostur gerir Fiskistofu illmögulegt að sinna eftirlitshlutverki sínu. Eyþór segir að þau atriði sem Fiskistofa hafi ítrekað bent á séu að koma þurfi til endurskoðunar á regluverkinu til þess að styrkja stofnunina í hlutverki sínu. „Þá þarf að horfa til tækninýjunga sem getur verið skilvirk og hagkvæm leið til að styrkja eftirlit og það þarf að athuga hvort stofnunin sé fullnægjandi mönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni.“ Mannekla og niðurskurður skín í gegn í skýrslunni því á meðan alvarlegar athugasemdir eru gerðar við frammistöðu og burði stofnunarinnar til að takast á við verkefni sín og framfylgja lögum um stjórn fiskveiða má einnig lesa um að starfsmönnum hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2008. Verkefnum hefur hins vegar fjölgað. Aðspurður hvort þarna séu úrbætur sem Fiskistofa hafi tök á að fara í strax eða hvort til þurfi lagabreytingar og fjármögnun segir Eyþór að vinna hafi staðið yfir í ýmsum þáttum sem þar eru tilgreindir, meira að segja meðan skýrslan var í vinnslu. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur, varðandi samstarf um vigtun og hafnarvog, einnig að skoða samstarf við Landhelgisgæsluna, vinna með ráðuneytinu að reglum um vigtun. Við erum að vinna í mörgum þessum þáttum sem þarna eru nefndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15 Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58
Ábyrgð útgerðar sé mikil Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Fiskistofu var kynnt í gær. 18. janúar 2019 07:15
Segja Fiskistofu ekki valda verkefni sínu Eftirlit með vigtun afla fiskiskipa er ófullnægjandi, framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög. 17. janúar 2019 17:58