Fréttu bara úti í bæ af brotthvarfi sjúkrabíla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. janúar 2019 08:00 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, við hús Rauða krossins á Hvolsvelli þar sem engan sjúkrabíl er að finna lengur þrátt fyrir meira fé í málaflokkinn. "Okkur finnst þetta galið,“ segir hann. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir „Við sjáum þetta kerfi ekki virka,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem mikil ónægja er með breytt fyrirkomulag á sjúkraflutningum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Að sögn sveitarstjórans hefur bækistöð sjúkraflutninga verið í húsi Rauða krossins á Hvolsvelli og þar hafi verið mönnuð vakt. Nú séu sjúkraflutningamenn aðeins á bakvakt eftir klukkan sjö á kvöldin og eru þá sérstaklega ræstir út í útköll. „Síðan á að fara að keyra bakvaktir með starfsmönnum sem eru ekki fullmenntaðir,“ segir Anton Kári. Hann sé ekki að gagnrýna það fólk sem sinni bakvöktunum. „En þarna fáum við ekki sömu fagmenntunina á bílana. Þetta er ekki eins reynslumikið fólk.“ Anton Kári segir að í fyrra hafi verið áætlaðar 300 milljónir króna í sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu og á Selfosssvæðinu. Kostnaðurinn hafi hins vegar orðið 380 milljónir. Framlagið fyrir þetta ár hafi síðan verið aukið um 68 milljónir til sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu einni. „Þess vegna finnst okkur á allan máta óeðlilegt að það sé skorin niður þjónusta hér í Rangárþingi en hvergi annars staðar innan umdæmisins. Það eru bara teknir þessir peningar úr Rangárvallasýslu og þeir renna inn í hítina,“ segir Anton Kári. Skerðingin sé fólki í Rangárþingi óskiljanleg og menn harmi hana. Anton segir sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi einnig ósátta við samskiptaleysi HSU við sveitarstjórnina og stjórnsýsluna. „Fyrstu fréttirnar sem við fengum af þessum breytingum var þegar fréttamaður hringdi í mig á gamlársdag til að óska eftir upplýsingum,“ lýsir hann. Ekkert breyttist, að sögn Antons Kára, með fundi sveitarstjórnarmanna með Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra HSU, á þriðjudag. „Hún leggur þetta upp allt öðru vísi og segir að þessir peningar séu vissulega notaðir en að það vanti bara meira. En við teljum að það eigi ekki að bitna á öryggi íbúa og ferðamanna hér í sýslunni,“ segir hann. Þá segir Anton Kári Rauða krossinn hafa boðist til að gera breytingar á húsnæðinu á Hvolsvelli eftir forskrift frá HSU og sveitarfélagið boðið fram heilt íbúðarhús sem aðstöðu fyrir þá sem eru á vakt. „Það var ekkert haft samband við okkur meira, en svo fréttum við af því bara úti í bæ fyrir nokkrum dögum að það sé búið að færa sjúkrabílana út á Hellu,“ segir sveitarstjórinn. Um þetta muni mikið í viðbragðstíma. „Bílarnir hér voru náttúrlega mikill stuðningur við þá fyrir austan, við Vík og Klaustur þar sem alvarlegustu slysin hafa orðið undanfarið. Okkur finnst þetta galið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
„Við sjáum þetta kerfi ekki virka,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem mikil ónægja er með breytt fyrirkomulag á sjúkraflutningum á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Að sögn sveitarstjórans hefur bækistöð sjúkraflutninga verið í húsi Rauða krossins á Hvolsvelli og þar hafi verið mönnuð vakt. Nú séu sjúkraflutningamenn aðeins á bakvakt eftir klukkan sjö á kvöldin og eru þá sérstaklega ræstir út í útköll. „Síðan á að fara að keyra bakvaktir með starfsmönnum sem eru ekki fullmenntaðir,“ segir Anton Kári. Hann sé ekki að gagnrýna það fólk sem sinni bakvöktunum. „En þarna fáum við ekki sömu fagmenntunina á bílana. Þetta er ekki eins reynslumikið fólk.“ Anton Kári segir að í fyrra hafi verið áætlaðar 300 milljónir króna í sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu og á Selfosssvæðinu. Kostnaðurinn hafi hins vegar orðið 380 milljónir. Framlagið fyrir þetta ár hafi síðan verið aukið um 68 milljónir til sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu einni. „Þess vegna finnst okkur á allan máta óeðlilegt að það sé skorin niður þjónusta hér í Rangárþingi en hvergi annars staðar innan umdæmisins. Það eru bara teknir þessir peningar úr Rangárvallasýslu og þeir renna inn í hítina,“ segir Anton Kári. Skerðingin sé fólki í Rangárþingi óskiljanleg og menn harmi hana. Anton segir sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi einnig ósátta við samskiptaleysi HSU við sveitarstjórnina og stjórnsýsluna. „Fyrstu fréttirnar sem við fengum af þessum breytingum var þegar fréttamaður hringdi í mig á gamlársdag til að óska eftir upplýsingum,“ lýsir hann. Ekkert breyttist, að sögn Antons Kára, með fundi sveitarstjórnarmanna með Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra HSU, á þriðjudag. „Hún leggur þetta upp allt öðru vísi og segir að þessir peningar séu vissulega notaðir en að það vanti bara meira. En við teljum að það eigi ekki að bitna á öryggi íbúa og ferðamanna hér í sýslunni,“ segir hann. Þá segir Anton Kári Rauða krossinn hafa boðist til að gera breytingar á húsnæðinu á Hvolsvelli eftir forskrift frá HSU og sveitarfélagið boðið fram heilt íbúðarhús sem aðstöðu fyrir þá sem eru á vakt. „Það var ekkert haft samband við okkur meira, en svo fréttum við af því bara úti í bæ fyrir nokkrum dögum að það sé búið að færa sjúkrabílana út á Hellu,“ segir sveitarstjórinn. Um þetta muni mikið í viðbragðstíma. „Bílarnir hér voru náttúrlega mikill stuðningur við þá fyrir austan, við Vík og Klaustur þar sem alvarlegustu slysin hafa orðið undanfarið. Okkur finnst þetta galið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira