„Ein leiðindabeyglan“ frá með úrskurði Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 10:19 Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn á Klaustur Bar. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. Með niðurstöðunni sé „ein leiðindabeyglan“ frá. Bára kveðst nú bíða úrskurðar Persónuverndar í máli þingmannanna.Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar fyrirhugaða málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, gegn Báru. Ástæða málsóknarinnar er hljóðritun Báru á samskiptum þingmannanna á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum. Þingmennirnir fóru fram á að ráðist yrði í gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Einnig hafa þingmennirnir leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Boltinn hjá Persónuvernd Bára segir í samtali við Vísi að hún fagni því að enn einn áfanginn sé í höfn í málinu. „Þetta er bara fínt, þá er ég allavega búin að fá svar á þessu „leveli“. Þá getur maður farið að pæla í því hvað Persónuvernd finnst um málið. Þeir ætluðu að kíkja á þetta beint á eftir úrskurðinum,“ segir Bára. „Þetta er allt saman búið að vera rosalega hægt síðan héraðsdómur kvað upp úrskurðinn. En þetta er svona ein leiðindabeyglan farin til hliðar.“ Bára segist ekki viss hvað taki nú við en málið sé í höndum Miðflokksmanna og lögfræðings þeirra. Nú sé undir þeim komið hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar. Aðspurð sagðist Bára ekkert hafa heyrt í þingmönnunum fjórum síðan málið hófst. „Þau hafa ekkert við mig að segja nema í gegnum lögfræðing og fjölmiðla.“ Reimar Pétursson lögmaður þingmanna Miðflokksins vildi ekki tjá sig um það hvort skjólstæðingar sínir hygðust skjóta úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar. Þá vildi hann ekkert gefa upp um næstu skref málsins. Dómsmál Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17 Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56 „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. Með niðurstöðunni sé „ein leiðindabeyglan“ frá. Bára kveðst nú bíða úrskurðar Persónuverndar í máli þingmannanna.Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar fyrirhugaða málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, gegn Báru. Ástæða málsóknarinnar er hljóðritun Báru á samskiptum þingmannanna á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum. Þingmennirnir fóru fram á að ráðist yrði í gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Einnig hafa þingmennirnir leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Boltinn hjá Persónuvernd Bára segir í samtali við Vísi að hún fagni því að enn einn áfanginn sé í höfn í málinu. „Þetta er bara fínt, þá er ég allavega búin að fá svar á þessu „leveli“. Þá getur maður farið að pæla í því hvað Persónuvernd finnst um málið. Þeir ætluðu að kíkja á þetta beint á eftir úrskurðinum,“ segir Bára. „Þetta er allt saman búið að vera rosalega hægt síðan héraðsdómur kvað upp úrskurðinn. En þetta er svona ein leiðindabeyglan farin til hliðar.“ Bára segist ekki viss hvað taki nú við en málið sé í höndum Miðflokksmanna og lögfræðings þeirra. Nú sé undir þeim komið hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar. Aðspurð sagðist Bára ekkert hafa heyrt í þingmönnunum fjórum síðan málið hófst. „Þau hafa ekkert við mig að segja nema í gegnum lögfræðing og fjölmiðla.“ Reimar Pétursson lögmaður þingmanna Miðflokksins vildi ekki tjá sig um það hvort skjólstæðingar sínir hygðust skjóta úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar. Þá vildi hann ekkert gefa upp um næstu skref málsins.
Dómsmál Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17 Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56 „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17
Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56
„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38